Úrval - 01.07.1971, Síða 96

Úrval - 01.07.1971, Síða 96
94 ÚRVAL henni. En henni var ekki beitt á þennan hátt. Nú fengu fjölmargir stúdentanna fyrsta smjörþefinn af hinum súra reyk, sem smýgur niður í hálsinn, svo að maður tekur and- köf, og ertir augun, svo að þau bólgna. Það var komin nokkur gola, og það vildi svo til, að hún blés reyknum yfir Almenninginn og upp eftir brekkunni, sem Taylorbygg- ingin stendur. Reykurinn smaug inn í Taylorbygginguna og fyllti þar alla ganga. Brátt var öll byggingin orðin gegnsósa af reyklofti. Þjóðvarðliðsmennirnir þrömmuðu áfram í næstum órofinni röð. Og mannþyrpingin hörfaði undan þeim, en sumir véku dreift til hliðar. Þeg- ar búið var að ryðja svæðið við Sigurklukkuhúdið, stefndi Snyder höfuðsmaður og menn hans til vinstri. Þeir undu sér fimlega und- an grjóthríðinni og héldu áfram að skjóta táragassprengjum, þangað til þeir voru komnir á svæðið á milli Taylorbyggingarinnar og Prentice- byggingarinnar. Þar mynduðu þeir sóknarlínu á ný og biðu átekta. Alphasveitin hafði fengið lið- styrk frá 107. riddaraliðinu. Hún hélt áfram upp eftir Teppahæð í áttina til steinsteyps hofs í ind- verskum stíl, sem stóð efst á hæð- inni. Hinir hugrakkari meðal stúd- entanna skutust öðru hverju fram úr hópnum, gripu heit táragashylk- in og köstuðu þeim aftur til þjóð- varðliðsmannanna. Þau höfðu lítil áhrif, vegna þess að þeir voru með gasgrímui'. En gasgrímurnar voru vandamál út af fyrir sig. „Það var heitt þennan dag,“ seg- ir einn þjóðvarðliðsmannanna, „og maður byrjaði að svitna, um leið og maður var búinn að setja grímuna á sig. Maður sá ekki hálfa sjón og fann til eins konar innilokunar- kenndar. Stundum gat maður alls ekki séð þann, sem var við hliðina á manni.“ Áhorfendum fannst sem þetta grímuklædda lið væri á vissan hátt samsafn óraunverulegra vera, eins konar vélmenna utan úr geimn- um. Þegar þjóðvarðliðsmennirnir komu að hofinu, jukust árásirnar á þá. Nú dundi ekki aðeins á þeim táragashylki, heldur steinar, spýtu- kubbar, alsettir nöglum, og stein- steypustykki með hvössum brúnum. Hvar fengu stúdentarnir slík vopn? Að minnsta kosti tvö vitni sverja og sárt við leggja, að þau hafi séð stúlkur útbýta grjóti meðal pilt- anna. Voru þær með töskur fullar af steinum. Nokkrir stúdentar höfðu tínt upp steinsteypustykki við byggingu eina, sem verið var að reisa. Og nokkrir stúdentar höfðu haft með sér múrsteina að vopni. En fá af skeytum þessum hittu í mark. Hópurinn tvístraðist og virt- ist gufa upp, er þjóðvarðliðsmenn- irnir náðu upp á hæðina og tóku sér þar stöðu. Fæst skeytin náðu til þeirra. En orðbragð stúdentanna var á vissan hátt verra en skeyti þessi. Yfir þjóðvarðliðsmennina dundi stöðugur flaumur af viðbjóðslegum ónöfnum og óþverra, blóti, formæl- ingum og drápshótunum, en gas- grímurnar hindruðu ekki heyrn þjóðvarðliðsmannanna. Og enn voru það stúlkurnar, sem voru sér- staklega orðljótar. Þær sýndu þeim
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.