Úrval - 01.07.1971, Page 100

Úrval - 01.07.1971, Page 100
98 URVAL anna, sem eltu þá upp hæðina með blóti og formælingum. „Við vorum alltaf að ltía um öxl,“ segir einn þjóðvarðliðsmannanna, „og strák- arnir voru alltaf að hrópa: „Varið ykkur! Þarna kemur steinn“! Leyniskýrsla hefur að geyma eft- irfarandi frásögn: Er þjóðvarðliðsmennirnir héldu aftur upp eftir Teppahæð, sagði ein- hver þeirra: „Ef þeir ráðast á okk- ur, skuluð þið; skjóta þá.“ Annar sagði: „Leyniskyttur á þökunum.“* Þegar þjóðvarðliðsmennirnir komu að hofinu, stönzuðu sumir í hægri fylkingararminum skyndi- lega, sneru sér við og miðuðu riffl- unum á stúdentana, sem höfðu safn- azt saman sunnan megin við Tayl- orbygginguna. Það kvað við eitt skot, svo fleiri, hvert á fætur öðru, en þó ekki mörg samtímis. Jones major reyndi næstum samstundis að stöðva skothríðina. Hann sést á ljósmyndum, þar sem hann lemur í hjálma liðsmanna með priki sínu og biður þá um að hætta að skjóta. Skothríðin stóð í 13 sekúndur. DAUÐINN OG STÚDENTARNIR FJÓRIR Jeff Miller stóð 265 fet frá skot- línunni. Hann var staddur á brún vegarins, sem liggur á milli Taylor- byggingarinnar og knattspyrnu- vallarins. Hann var tvítugur, aðeins *Þjóðvarðliðið, Vegalögreglan, Alríkis- rannsóknarlögreglan, Scrantonnefndin og yfirdómstóll Ohiofylkis rannsökuðu að minnsta kosti heila tylft frásagna af leyniskyttum. Engin minnsti sönnunar- vottur fannst um það að nokkur þessara frásagna hefði við rök að styðjast. 5 fet og 6 þumlungar á hæð. Hann var með svart, sítt hár, og bar hann oftast ennisband að Indíánasið. Jeff stundaði ekki nám sittaf nein- um áhuga, þótt hann tæki alltaf sæmileg próf. Hann hafði komið til Kentfylkisháskólans í janúar frá Michiganfylkisháskólanum og flutt inn í hús eitt nálægt háskólasvæð- inu, sem nokkrir aðrir stúdentar bjuggu í. Hann sótti tíma óreglu- lega, og heimilishaldið í húsi stúd- entanna einkenndist af hálfgerðri ringulreið. Vinir komu og fóru að vild. Eitt af helztu áhugamálum Jeffs var tónlist, og hann æfði trumubuslátt tímunum saman í þeirri von, að hann fengi tækifæri til þess að komast í hljómsveit. Þegar veðrið fór að hlýna um vor- ið ,sat hann oft uppi á húsþaki ásamt vnkonu sinni og lék þar á trumbur þangað til klukkan fjögur aðmorgni. Jeff hafði stöðugan áhuga á þjóð- félagslegum vandamálum, en hann var samt ekki virkur á stjórnmála- sviðinu. Hann var á móti stríðinu, en hann var samt ekki alltaf að tala um það. „Hvað get ég sagt ykk- ur um Vietnam, sem þið vitið ekki og skynjið ekki nú þegar?“ var hann vanur að segja við vini sína. En að Vietnamstríðinu undanskildu virtust hann og vinir hans hafa meiri áhuga á að reykja hass og marijuana en að breyta heiminum. Tveir piltar, sem bjuggu í húsinu, voru reyndar nýfluttir þaðan, þar eð þeir óttuðust, að lögreglan kæmi bráðlega þangað í marijuanaleit. Mánudagsmorguninn 4. maí hafði Jeff vakið tvo herbergisfélaga sína klukkan hálftólf til þess að spyrja
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.