Úrval - 01.07.1971, Qupperneq 103

Úrval - 01.07.1971, Qupperneq 103
HVAÐ GERÐIST í KENT STATE? 101 lostinn á vin sinn. Hann gat ekki gert neitt til hjálpar, því að unga varaliðsforingjaefnið var í andar- slitrunum. Sandy Scheuer var að ganga í áttina til Tónlistar- og talbygging- arinnar, rétt áður en skotin kváðu við, en þar átti hún að mæta í tíma klukkan 1.10. Tárin streymdu úr augum hennar vegna áhrifanna af táragassprengjunum, sem þjóðvarð- liðarnir höfðu varpað á knattspyrnu- völlinn. Hún var samferða Ellis Berns, pilti, sem bjó nálægt henni úti í bæ. Hann hafði látið hana fá tusku til þes að halda upp að and- litinu sér til verndar, og þau héldu áfram í áttina frá staðnum, þar sem átökin áttu sér stað. Sandy lagði stund á tal- og heyrn- arþjálfun sem aðalnámsgrein, og hún var mjög ástundunarsamur nemandi, enda fékk hún stöðugt 3,6 í meðaltali í einkunn miðað við há- markið 4.0. Þar að auki vann hún margar klukkustundir á viku hverri við Tal- og heyrnarstöðina, þar sem hún kenndi nemendum, sem voru haldnir tal- og heyrnargöllum, og þjálfaði þá. Trúarbrögð skipuðu líka þýðingarmikinn sess í lífi hennar. Hún fór til Akron til þess að sækja þar guðsþjónustu í bæna- húsi Gyðinga á ýmsum trúarhátíð- um. Hið hebreska nafn hennar var Gittel, sem þýðir gæði og öll sú gleði, sem hægt er að hugsa sér hér í lífi. Þau Sandy og Ellis voru komin á bílastæðið og voru í 390 feta fjar- lægð frá þjóðvarðliðsmönnunum, þegar þau heyrðu skothríð að baki sér. Þau sneru sér við og sneru þá beint á móti skothríðinni. Þau skelltu sér bæði niður á steinsteyp- una og lágu þar kyrr. Ellis hafði handlegginn utan um mitti hennar. Og þannig lágu þau, þangað til skothríðin hætti. Þá sagði Ellis: „Við skulum fara burt!“ En Sandy hreyfði sig alls ekki. Hún hafði fengið kúlu í hálsinn. Allison Beth Krause stóð líka á bílastæðinu með vini sínum, Barry Levine að nafni. Þau höfðu verið meðal síðustu stúdentanna, sem vikið höfðu undan sókn þjóðvarð- liðanna. Og Allison hafði afdrátt- arlaust tekið þátt í uppþotinu á Almenningnum. „Gerið eitthvað! Gerið eitthvað!" æpti hún til stúd- entanna, sem flýðu hlaupandi burt ásamt henni, þegar þjóðvarðliðarn- ir hófu sókn sína að nýju. í reiði sinni hafði hún líka hrópað ókvæð- isorðum að þjóðvarðliðunum. Allison var mjög snjall nemandi. Hún hafði verið valin sem fulltrúi í Heiðursráð háskólamála." Hún var ein af fimm nýstúdentum, sem valdir höfðu verið í ráðið þetta ár. Og hún var mjög ánægð yfir því að atkvæði hennar hafði sama gildi og hinna ýmsu deildarforseta við ákvarðanir, er snertu málefni há- skólans og stefnumál hans. En hún var ekki ánægð með hinn „aka- demiska" anda, sem ríkti við Kent- fylkisháskólann. Hún fann mjög til þvingunar vegna þeirrar reglu, að allir stúdentar voru skyldugir til þess að sækja námskeið í vissum greinum, hver svo sem aðalnáms- grein þeirra var. Seint um haustið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.