Úrval - 01.07.1971, Qupperneq 104

Úrval - 01.07.1971, Qupperneq 104
102 höfðu þau Barry sótt um inngöngu í Fylkisháskólann í Buffalo í New Yorkfylki, og höfðu þau bæði feng- ið inngöngu í skólann. Allison hafði kynnzt Barry snemma þetta ár, og þau höfðu orð- ið óaðskiljanleg. Þau höfðu bæði tekið upp sams konar klæðnað, blá- ar gallabuxur, baðmullarboli og herjakka. Barry var með skegg, og hár hans náði niður á axlir. Það var aðeins örlítið styttra en hár Allison. í jólaleyfinu hafði Allison dvalið í tíu daga með Barry heima hjá foreldrum hans í New Yorkborg. Vinir hennar segja, að því hafi ver- ið eins farið með Allison og marga aðra stúdenta, að samskipti hennar og fjölskyldu hennar hafi ekki ver- ið sem bezt, einkum samskipti henn- ar og föður hennar. Og hún greip hvert það tækifæri fegins hendi, sem losnaði hana við að þurfa að fara heim. Faðir hennar gagnrýndi klæðaburð hennar og lífsviðhorf, og þau rifust oft. Hvert var hið stjórnmálalega við- horf hennar? Það var svipað og margra annarra stúdenta við Kent- fylkisháskólann. Hún var á móti stríðinu. Hún hafði áhyggjur af vaxandi mengun og niðurníðslu um- hverfisins. Henni grömdust hinir ýmsu vankantar hinna amerisku lífshátta. Síðdegis á sunnudeginum hafði verið tekin mynd af henni, þegar hún stakk gulu blómi í hlaup- ið á riffli eins þjóðvarðliðans. „Blóm eru betri en byssukúlur," hafði hún sagt. En verk hennar voru ekki alltaf í anda friðarins. Steypustykki og steinar fundust í ÚRVAL vösunum á jakkanum, sem hún var í á mánudeginum. Þegar þau heyrðu skothríðina, þar sem þau stóðu á bílastæðinu, hróp- aði Barry til Allison: „Kastaðu þér til jarðar!“ Þau hnipruðu sig bæði saman á bak við bíl, sem var í um 343 feta fajrlægð, frá þjóðvarðlið- unum. Barry áleit, að þau hefðu al- veg sloppið, og hann hélt áfram að trúa því í næstu tíu sekúndur eftir að skothríðin hætti. Þá heyrði hann Allison hvísla: „Barry, ég hef orð- ið fyrir skoti.“ Hann sá blóð streyma undan annarri holhönd hennar, og hann æpti til viðstaddra, að þörf væri fyrir sjúkrabíl. BLÓÐ Á SVÖRTUM FÁNA Þegar skothríðin hætti, kom það i ljós, að 13 stúdentar höfðu orðið fyrir skotum. Kúlurnar höfðu drep- ið þau Jeff Miller, Sandy Scheuer, Bill Schroeder og Allison Krause. Af þeim níu stúdentum, sem særð- ust en héldu lífi, lamaðist einn var- anlega, og neðri kjálki annars tætt- ist alveg í sundur. Eftir svolítið hlé mynduðu þjóð- varðliðarnir sóknarlínu að nýju, héldu síðan áfram yfir háhæðina og sneru aftur til brunarústa Þjálfun- armiðstöðvarinnar. Snyder höfuðs- maður, sem hafði tekið sér stöðu við norðurenda Taylorbyggingarinnar, hljóp niður að bílastæðinu og stanz- aði við lík Jeffs Millers. Síðan komu átta liðsmenn hans á eftir honum, og þeir umkringdu líkið. Á meðan sneri hópur biturra stúdenta sér að liðssveit hans, og þeir æptu hvað eftir annað: „Svín! Morðingj- ar! Morðingjar!“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.