Úrval - 01.07.1971, Side 106

Úrval - 01.07.1971, Side 106
104 ÚRVAL fékk: „Heyrðu, góði, það eruð þið, sem eruð óðir.“ Caclav Koutnik, gistiprófesorinn frá Tékkóslóvakíu, sagði við einn starfsbróður sinn: „Rússar lögðu undir sig allt land mitt án þess að drepa einn stúdent. En hermenn ykkar gátu jafnvel ekki lagt undir sig grasvöll.“ „Ég VIL EKKI AÐ ÞIÐ DEYIÐ, KRAKKAR!" Þegar þjóðvarðliðarnir komu aft- ur að brunarústum Þjálfunarmið- stöðvarinnar, mynduðu þeir stóran varnarhring ásamt varðliðum úr öðrum liðssveitum. Þeir sneru bök- um saman og miðuðu byssunum beint fram, eins og þeir væru að snúast gegn óvinum. Caterbury hershöfðingi hafði skipað þeim að taka sér slíka stöðu í varúðarskyni, vegna þess að nú safnaðist saman stór hópur stúdenta þarna nálægt. Og á meðal þeirra kváðu við marg- ar raddir, sem kröfðust þess, að ráðist yrði beint á þjóðvarðliðanna. „Við skulum reka þessa djöfla burt af háskólasvæðinu!“ „Langi þá til þess að nota sínar helvítis byssur, skulum við leyfa þeim að skjóta okkur núna!“ Það eru til segulbandsupptökur af látunum, sem urðu á hæðinni um þetta leyti. Og þær eru ógnvekjandi, því að það má greina, að þar var saman kominn hópur sorgmæddra, örvæntingarfullra og trylltra stúd- enta, sem voru í raun og veru reiðubúnir að ráðast á varnarhring þjóðvarðliðanna, jafnvel þótt þeir væru nýbúnir að sannfærast um mátt M-1 riffilsins. Hróp þeirra og köll eru þrungin slíkri æsingu og örvæntingu, að það er ekki hægt að afneita þeim möguleika, að þarna gat mikill, nýr harmleikur verið í uppsiglingu. Raddirnar virðast bera með sér, að stúdentarnir hafi viljað láta skeika að sköpuðu án þess að hugsa til afleiðinganna. Hvernig tókst að afstýra þessum harmleik? Aldrei í sögu Kentfylkis- háskólans hafa kennarar hans þjón- að hagsmunum skólans á eins skyn- samlegan hátt og þeir gerðu á þessu augnabliki. Nokkrir kennarar tóku sig til af sjálfsdáðum og tóku sér stöðu á milli stúdentanna og hinna vopnuðu þjóðvarðliða og settu sig þannig í mikla hættu. Og þeir reyndu í talsvert langan tíma að afstýra frekari vandræðum. Þeir rökræddu og báðu, deildu og neyttu allra bragða. Þetta var hættuástand, því að þarna ríkti ótti og andrúms- loftið var móðursýkiskennt. Á þessu úrslitastigi þessa hættuástands sást þarna enginn af stjórnendum skól- ans, enginn af nemendaráðgjöfun- um né íþróttaþjálfurunum. En á vissan hátt var það viðeigandi, að það voru háskólakennararnir, sem veittu stúdentunum leiðsögn, því að í sögulegum skilningi er það hlut- verk kennara við háskóla. Seymor H. Baron, prófessor í sál- arfræði, ávarpaði stúdentana og tal- aði gegnum tvö gjallarhorn. Einu sinni yfirgaf hann stúdentahópinn til þess að ræða við Canterbury hershöfðingja og sneri svo aftur til stúdentanna. Baron: Ég vil segja ykkur það, að ég talaði við hershöfðingjann þarna niðri frá, og þið megið trúa því, að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.