Úrval - 01.07.1971, Page 117

Úrval - 01.07.1971, Page 117
HVAÐ GERÐIST í KENT STATE? 1Í5 gert það?“ Þessi ofsalegu viðbrögð kvenna við þessu atriði gætu virzt spaugileg, ef hin ofboðslegi bitur- leiki þeirra og ákafa andúð á unga fólkinu og alger afneitun allra lífs- hátta þess hefðu ekki oft haft hræði- legar afleiðingar. HULUNNI SVIPT BURT Eitt bezta dæmið um algera af- neitun foreldra er kannski að finna hjá fjölskyldu einni, sem býr nálægt Kent. Hjónin eiga þrjá myndarlega syni við háskólann. Þeir hafa indæla framkomu og eru mjög hófsamir í öllum sínum viðhorfum. Þeir urðu vitni að skothríðinni og afleiðingum hennar, þó að enginn þeirra hafi áður tekið þðtt í neinum slíkum mótmæltum, svo að vitað sé til. Móð- irin lýsti tilfinningum sínum á svo furðulegan hátt, að reynt var að skrifa orð hennar orðrétt: Móðirin: Hver sá, sem lœtur sjá sig á götum bœjar eins og Kent með sítt hár, í óhreinum jötum eða ber- fættur, á það skilið að vera skotinn. Michener: Megum við vitna í þessi orð yðar? Móðirin: Já, það megið þið sann- arlega. Það hefði verið betra, að þjóðvarðliðið hefði skotið þá alla saman þennan morgun. , Michener: En þér eigið þrjá syni, sem voru staddir þar. Móðirin: Hafi þeir ekki gert það, sem þjóðvarðliðið skipaði þeim að gera, hefði átt að skjóta þá til bana. Sálfrœðiprófessor, sem hlustar á samtalið: Er sítt hár nægilegt rétt- lœting fyrir því að skjóta einhvern? Móðirin: Já. Við verðum að hreinsa til meðal þjóðarinnar. Og við byrjum á lubbunum. Prófessorinn: Munduð þér leyfa það, að einhver af sonum yðar yrði skotinn bara vegna þess að hann gengi berfœttur? Móðirin: Já. Prófessorinn: Hvar fáð þér slíkar hugmyndir? Móðirin: Ég kenni í gagnfræða- skólanum hérna. Prófessorinn: Eigið þér við, að þér kennið nemendum yðar slikt? Móðirin: Já, ég kenni þeim sann- leikann. Hinir lötu, hinir óhreinu, þeir, sem maður sér á labbi á göt- unum alveg aðgerðarlausa, þeir œttu allir að verða' skotnir. Þess ber að geta, að margir for- eldrar létu af fyrri dómhörku, er leið á sumarið, og endurskoðuðu af- stöðu sína. Tengsl sköpuðust að nýju milli þeirra og barna þeirra, og í mörgum tilfellum skapaðist gagn- kvæmur skilningur. En í hundruð- um annarra tilfella gafst ungum stúdentum færi að að skyggnast innst inn í hugarheim foreldra sinna, og sú sýn skelfdi þá. Sem snöggvast hafði verið svipt burt þeirri hulu, sem aðskilur réttilega hugarheim hinna ungu og hinna rosknu. Og sýnin, sem bar fyrir augu unga fólksins, varð því áfall. Viðbrögðin voru margvísleg. „Ég efast um ,að ég muni nokkuð hafa fyrir því að koma heim aftur,“ sögðu sumir stúdentarnir. „Ég er að fara til Kanada,“ sögðu aðrir. „Ég er búinn að fá nóg.“ „Ég býst ekki við, að ég muni nokkurn tíma geta talað við foreldra mína aftur," var algengasta við- bragðið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.