Úrval - 01.07.1971, Page 118

Úrval - 01.07.1971, Page 118
116 ÚRVAL En enn ógnvænlegri var sú yfir- lýsing, að þessi atburðarás hefði ekki aðeins gert stúdentana alger- lega fráhverfa foreldrum sínum, heldur öllu því þjóðfélagi, sem þeir þekktu. „Ég grét svo ákaft, þegar ég fór að heiman í skólann í haust, að for- eldrar mínir gátu alls ekki skilið það. En þeir vita ekki, að ég gerði mér grein fyrir því, að þetta var í síðasta skiptið, sem ég mundi nokk- urn tíma vera með þeim. Þeir litu niður á allar skoðanir mínar. Þeim var illa við þær, og þeir gerðu gys að öllu, sem ég sagði. Ég hef ekki það til að bera, sem þarf til þess að geta barist við þá. Því hef ég yfir- gefið heimili mitt fyrir fullt og allt, og ég hef einnig yfirgefið þá lífs- hætti, sem foreldrar mínir eru full- trúar fyrir.“ Þetta eru orð einnar laglegrar stúdínu. Þetta eru orð ákveðins sagnfræði- stúdents: „Foreldrar mínir og ég höfðum skiptar skoðanir á þeim árum, þegar setuverkföllin og stríðs- mótmælafundirnir og göngurnar voru sem tíðust. En við virtum samt skoðanir hvers annars. En á þessu varð breyting eftir atburðina við Kentfylkisháskólann, þegar ég sá, að svo margt fólk óttaðist stúdentana í raun og veru og hataði þá, þar á meðal foreldrar mínir. Þá gerði ég mér grein fyrir því, að það var ekki um neinn samningsgrundvöll að ræða. Nú vinn ég gegn öllu því, sem foreldrar mínir hafa unnið að, og ég mun berjast eins lengi og þörf kref- ur.“ „HAFA ÞEIR YFIRTEKIÐ STJÓRN HEIMSINS?“ Þegar draga tók úr bréfa- og orðaflóðinu, reyndi margt fólk að gera sér grein fyrir því, hvað þessi almenna tilfinningaólga merkti. Miðstéttirnar höfðu yfirleitt tekið fjandsamlega afstöðu til háskólanna, rektoranna, sem stjórnuðu þeim, og prófessorana, sem kenndu í þeim. Hinn almenni borgari hafði glatað öllum skilningi á því, hvað háskóli á að vera á breytingatímum. Og hann var reiðubúinn til þess að ausa úr skálum reiði sinnar yfir þá, sem leyfðu háskólunum að breytast frá því, sem þeir höfðu verið, þegar hann var ungur. Margt fólk var reitt og hneykslað vegna þess, að háskólarnir höfðu leyft ungu róttæku fólki svo sem Jerry Rubin, Mark Rudd og Bern- ardine Dohrn að tala opinberlega til stúdentanna innan vébanda sinni. Það reiddist því, að stúdentarnir notuðu blót og ógeðslegt orðbragð við embættismenn háskólans og liðsmenn háskólalögreglunnar. Það olli því áhyggjum, að ungir menn, sem höfðu áður fyrr þrammað hlýðnir í stríð, skyldu leyfa sér að efast um vald forseta Bandaríkjanna til þess að senda þá í stríð. Þetta fólk þráði í einlægni hina gamaldags háskóla með sín gamal- dags vandamál. Einn íbúi Kent sagði í kvörtunartóni: „Hvers vegna geta krakkarnir ekki komið í há- skólann á haustin á sama hátt og áður og haft áhyggjur af því einu, sem háskólastúdentar hafa alltaf haft áhyggjur af? í hvaða háskóla- félag ætti ég að ganga? Hvar verð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.