Úrval - 01.03.1975, Blaðsíða 8
6
ÚRVAL
stefnu við framaferil og gæfuhlið,
þá mundi hann ráðleggja að forð-
ast skyldustörf og fjölskylduvanda-
mál, bregða sér í sumarleyfi og
breyta út af hversdagslegum ferli.
Sé Venus í brennidepli, þarf að
gæta sín í ástum. En þegar Júpiter
er ríkjandi, er best að vera ekki of
bjartsýnn og forðast leiki, fjár-
hættuspil og aðra heimskulega
keppni.
En meginefni mála er þetta: Er
stjörnuspá einhvers virði, eða er
þetta bara hástemmt bull?
,,Sannir“ stjörnuspámenn benda
á furðuspádóma.
Tuttugasta hvert ár nálgast Sa-
turnus og Júpiter mjög. í 120 ár
hafa forsetar Bandaríkjanna, sem
átt hafa spár í þessum stjörnu-
merkjum, látist í embætti við slík
tengsl plánetanna. Harrison 1841,
Lincoln 1861, Garfield 1881, Mc
Kinley 1901, Harding 1921, Frank-
lin Roosevelt 1941 og Kennedy
1963. Fjórir af þessum sjö voru
myrtir.
ítarlegasta rannsókn á sérstökum
stjörnuspám og æviferli viðkom-
andi persóna, sem gerð hefur ver-
ið, gerði franskur sálfræðingur,
Michael Gauquelin að nafni.
Hann athugaði nær 24 þúsund
stjörnuspár einstaklinga og fann —
sér til mikillar undrunar, þar eð
hann var vantrúaður á þetta — að
viss atriði í þessu öllu koma alveg
heim við trú almennings.
Prestar voru til dæmis í miklum
meirihluta undir Júpitersmerki og
íþróttamenn undir Marsmerki.
En jafnvel hinir trúuðustu hafa
þó lent í miklum vanda með hina
svonefndu „tvíburaspár".
Hvers vegna þróast eineggja tví-
burar oft til mjög mismunandi
manngerða?
í „Játningum" sínum viðurkenn-
ir Ágústinus kirkjufaðir að hafa
glatað trú sinni á stjörnuspár með
því að athuga lífsferil og örlög
tveggja manna fæddra á sömu
stundu, var annar auðugur land-
eigandi, en hinn þræll. Þeir voru
einnig fæddir í sama „húsi“.
Hvað ættum við svo að hugsa
okkur gagnvart eigin stjörnuspám?
Eigum við kannski að segja við
Shakespeare: „Þessi mistök eru
ekki frá stjörnum okkar, heldur
frá eigin barmi.“
Eða ættum við að taka undir
með stjörnuspámanninum Carroll
Richter, sem segir: „Stjörnurnar
eggja og hvetja. Þær neyða ekki
né kúga.“
Eru framtíð og forlög rituð þarna
uppi á bláum vegum stjarna?
Það halda fleiri en játa vilja.
☆
Söngkonan Ethel Waters, sem oft kom fram á samkomum Billy
Grahams, var spurð, hvort hún væri aldrei áhyggjufull yfir því,
hvernig fara myndi.
„Nei,“ svaraði hún ákveðið. „Guð ábyrgist engan hégóma.“