Úrval - 01.03.1975, Page 12
10
legt ástand eftir árásina, hve vask-
lega hún hefði varist, hvað hún
hefði hugsað, meðan á árásinni
stóð? Naut hún þess, sem fram
fór? Af hverju varðist hún ekki
grimmilega?
Aðstaða sækjandans var ekki
sterk, þar eð kandidatinn, sem
hafði rannsakað Carol á spítalan-
um, hafði smokrað sér undan að
mæta fyrir réttinum sem vitni. Að
síðustu var ábyrgð á hendur árás-
armanninum felld niður sökum
ónógra sannana.
Carol var undrandi. En það hefði
hún ekki þurft að vera. Árið 1972
voru 57 prósent þeirra, sem ákærð-
ir voru um nauðgun, handteknir.
73 af hundraði fullorðinna árásar-
manna komu fyrir rétt. Aðeins 32
prósent þeirra voru sekir fundnir
um nauðgun. Það þýðir, að einn —
aðeins einn — af hverjum sjö varð
sannur að sök.
ÁÆTLANIR TIL ÚRBÓTA. Þótt
ósanngjarnt sé að ætla sérhverjum
lögregluþjóni, iækni og réttvísinn-
ar þjóni að sjá í gegnum fingur
við nauðgara og níðast á fórnar-
dýrum þeirra, þá er árangur starfa
þeirra því miður alltof oft í þá
áttina.
Með þetta í huga hafa heilir hóp-
ar fólks bæði áhugamanna og ann-
arra borgara, sem þarna eiga um
sárt að binda, hafið sameiginlega
baráttu til úrbóta fyrir stúlkur,
sem í þessa lenda.
Kröfur þeirra eru þessar helstar:
LÖGREGLA. Sérþjálfaðir lög-
reglumenn, að meiri hluta kven-
fólk, þurfa að vera þarna á verði.
ÚRVAL
Þessari skipan hefur þegar verið
komið á í nokkrum borgum, þar á
meðal New York. Þar eru að störf-
um 14 konur, og fleiri eru nú í
þjálfun til lögreglustarfa. Þetta
gefst mjög vel, þar eð konur koma
betur máli sínu við konur um þessi
málefni, og skýrslur verða því
fremur til bjargar fórnardýrunum.
LÆKNAR. Slysavaktir í öllum
sjúkrahúsum, bæði almennum og
einkaspítölum, eiga að vera færar
um að taka á móti þolendum á
þessu sviði.
Samkvæmt og samræmt skýrslu-
form þarf að leggja fyrir af þjálf-
uðu starfsliði. Helst þarf einnig að
vera til taks hjálparlið eða ráð-
gjafar utan spítalans, sem heim-
sæktu fjölskyldu fórnardýrsins og
teldu kjark í fólkið.
í Billingssjúkrahúsinu við Chi-
cago-háskóla hafa þessi ráð nú
þegar verið reynd. Jafnskjótt og
nauðgunarsjúkling ber að garði, er
sérstakur aðstoðarmaður við hönd-
ina, sem leiðbeinir, bæði sálfræði-
lega, læknisfræðilega og lögfræði-
lega, af nærgætni og umönnun.
Hann hlustar á frásögnina, fylg-
ir til læknisins, fyllir út lögreglu-
skýrsluna og hefur samband við
heimili stúlkunnar. Hann er einn-
ig fær um að hefja framhaldsmeð-
ferð.
LÖGFRÆÐINGAR. Lögin hafa í
för með sér vitnaleiðslur og stað-
festingu þess, sem sannast, og
skyldi það allt vandlega athugað
með tilliti til breytinga og úrvals
á því, sem í ljós kemur.
Öll rannsókn og aðferð þarf að
vera þannig, að sem minnst auð-