Úrval - 01.03.1975, Side 18
16
ÚRVAL
um til að taka blóð og mergsýnis-
horn. Hræðilegur sársauki í hálsi
kom í veg fyrir, að hún gæti setið
uppi eða borðað. Óstarfshæfni nýrn
anna leiddi til himinhás blóðþrýst-
ings.
Svo kom krampinn. Þegar svo-
leiðis stóð á, var alveg sama, hvað
hún hafði uppi í sér eða í höndun-
um, hún gat ekkert hamið.
Einn septemberdag 1969, þegar
hún lá heima og var að rabba við
Dönu systur sína, fékk hún slíkt
krampaflog, að hún sentist fram úr
rúminu og missti mðvitund, Dana
æpti á foreldra þeirra, handviss um,
að systir hennar væri að deyja. Þau
hröðuðu sér með Toni á sjúkrahús-
ið og sáu svo um, að fenginn yrði
prestur til þess að veita henni hinstu
smurningu. En Toni hélt dauða-
haldi í lífið.
Það var skömmu eftir þetta
krampatímabil, að þau Toni og dr.
Fichman áttu samtal um dauða nýr
að hennar. Lækninum tókst loks-
ins að útvega sjúklingi sínum að-
gang að nýrnavélinni. Venjulegast
er plastslangan, sem sett er í sam-
band við nýrnavélina, sett í slag-
æð og bláæð á mjöðminni. Slöngu-
opið skagar út úr holdinu. Toni
andmælti. ,,En ég er dansmær. Eg
get ekki látið slíkt standa út úr
fætinum á mér.“ Svo að læknar
hennar settu siönguna á vinstri
hendi.
LÍFSSPURSMÁL. Eftir að hafa
velt fyrir sér valkostunum, afréð
Toni að gangast undir nýrnaflutn-
ingsaðgerð, ef hægt væri að finna
nothæft líffæri handa henni. Móðir
Toni, faðir og systir buðust öll til
að gefa nýra. Eftir rannsóknir
læknanna var móðir Toni fyrir val-
inu.
Meðan Toni beið þess að verða
skorin upp, hélt hún áfram að tapa
þyngd. Það fór að grafa í sárunum,
þar sem plastslangan hafði verið
sett í hana. Henni fór að daprast
sjón og loks gat hún ekki lengur
lesið.
Kvöldið áður en aðgerðin átti að
fara fram ■— það var í október 1969
— heimsóttu þrír vinir Toni úr
dansinum hana á sjúkrahúsið. Hún
var tærð að sjá og hér og hvar
sköguðu út úr henni slöngubútar.
„Hún gerði sér upp glaðværð,“ rifj-
aði einn vina hennar upp eftir á.
„Hún sagði: „Verið ekki að vor-
kenna mér.““ Eftir heimsóknina
stöldruðu vinirnir þrír við á sjúkra-
húströppunum. Einn sagði: „Hún
hefur það aldrei af.“ Þeir tárfelldu
allir.
Daginn eftir voru þær Toni og
móðir hennar skornar upp samtím-
is. Það var sjö klukkustunda að-
gerð. Nýrun voru fjarlægð úr Toni,
og annað nýra móður hennar var
grætt hægra megin í Toni.
Dr. Fichman lét þegar setja Toni
á prednisone- og azathioprine-kúra
og var skammtað ríflega. Þessi tvö
lyf vinna á lupus og viðleitni lík-
amans til þess að sporna við að-
skotanýranu. En um leið draga þau
úr hæfni líkamans til þess að vinna
gegn ígerð og græða sár. Það kom
ígerð í uppskurðinn, sem gerður
var vegna nýrnaflutningsins. Dr.
Fichman varð að draga úr predni-