Úrval - 01.03.1975, Page 18

Úrval - 01.03.1975, Page 18
16 ÚRVAL um til að taka blóð og mergsýnis- horn. Hræðilegur sársauki í hálsi kom í veg fyrir, að hún gæti setið uppi eða borðað. Óstarfshæfni nýrn anna leiddi til himinhás blóðþrýst- ings. Svo kom krampinn. Þegar svo- leiðis stóð á, var alveg sama, hvað hún hafði uppi í sér eða í höndun- um, hún gat ekkert hamið. Einn septemberdag 1969, þegar hún lá heima og var að rabba við Dönu systur sína, fékk hún slíkt krampaflog, að hún sentist fram úr rúminu og missti mðvitund, Dana æpti á foreldra þeirra, handviss um, að systir hennar væri að deyja. Þau hröðuðu sér með Toni á sjúkrahús- ið og sáu svo um, að fenginn yrði prestur til þess að veita henni hinstu smurningu. En Toni hélt dauða- haldi í lífið. Það var skömmu eftir þetta krampatímabil, að þau Toni og dr. Fichman áttu samtal um dauða nýr að hennar. Lækninum tókst loks- ins að útvega sjúklingi sínum að- gang að nýrnavélinni. Venjulegast er plastslangan, sem sett er í sam- band við nýrnavélina, sett í slag- æð og bláæð á mjöðminni. Slöngu- opið skagar út úr holdinu. Toni andmælti. ,,En ég er dansmær. Eg get ekki látið slíkt standa út úr fætinum á mér.“ Svo að læknar hennar settu siönguna á vinstri hendi. LÍFSSPURSMÁL. Eftir að hafa velt fyrir sér valkostunum, afréð Toni að gangast undir nýrnaflutn- ingsaðgerð, ef hægt væri að finna nothæft líffæri handa henni. Móðir Toni, faðir og systir buðust öll til að gefa nýra. Eftir rannsóknir læknanna var móðir Toni fyrir val- inu. Meðan Toni beið þess að verða skorin upp, hélt hún áfram að tapa þyngd. Það fór að grafa í sárunum, þar sem plastslangan hafði verið sett í hana. Henni fór að daprast sjón og loks gat hún ekki lengur lesið. Kvöldið áður en aðgerðin átti að fara fram ■— það var í október 1969 — heimsóttu þrír vinir Toni úr dansinum hana á sjúkrahúsið. Hún var tærð að sjá og hér og hvar sköguðu út úr henni slöngubútar. „Hún gerði sér upp glaðværð,“ rifj- aði einn vina hennar upp eftir á. „Hún sagði: „Verið ekki að vor- kenna mér.““ Eftir heimsóknina stöldruðu vinirnir þrír við á sjúkra- húströppunum. Einn sagði: „Hún hefur það aldrei af.“ Þeir tárfelldu allir. Daginn eftir voru þær Toni og móðir hennar skornar upp samtím- is. Það var sjö klukkustunda að- gerð. Nýrun voru fjarlægð úr Toni, og annað nýra móður hennar var grætt hægra megin í Toni. Dr. Fichman lét þegar setja Toni á prednisone- og azathioprine-kúra og var skammtað ríflega. Þessi tvö lyf vinna á lupus og viðleitni lík- amans til þess að sporna við að- skotanýranu. En um leið draga þau úr hæfni líkamans til þess að vinna gegn ígerð og græða sár. Það kom ígerð í uppskurðinn, sem gerður var vegna nýrnaflutningsins. Dr. Fichman varð að draga úr predni-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.