Úrval - 01.03.1975, Page 24
22
ÚRVAL
ána, ef bein árás yrði gerð. Sumir
vöfðu um sig ábreiðum, aðrir klædd
ust tötrum. Andlitin voru smurð
sóti og rauðum lit. Margir báru
litlar axir. Þannig þyrptist hópur
eftir hóp þessara Móhíkana niður
að Griffins Wharf.
„KVAKK — KVAKK“. Joshua
Wyeth, 16 ára gamall járnsmíða-
nemi, segir svo frá, en hann var
einn þeirra, sem fóru um borð í
Dartmouth.
„Foringi okkar fyrirskipaði skip-
stjóra í ströngum rómi og miklum
myndugleik að láta opna lestirnar
og fá okkur „stroffurnar" í hend-
ur. Skipstjórinn spurði, hvað við
ætluðum að gera. Ekki stóð á svari
foringjans. Auðvitað skyldi afferma
teið, og þeir skyldu bara hypja sig
frá, bæði skipstjóri og skipshöfn.
Þeir hlýddu umsvifalaust.
Nokkrir okkar manna stukku nú
niður í geymslur skipsins og brugðu
böndum á varninginn. Aðrir drógu
tekisturnar upp og opnuðu þær
með öxunum. Svo tók síðasti vinnu-
flokkurinn við og hvolfdi úr kist-
unum í sjóinn. Svipað var gert
bæði á Beaver og Eleanor. Á því
síðarnefnda voru umsjónarmannin-
um fengnir lyklarnir í hendur
ásamt kyndlum til að halda, með-
an „tekið var til“ í skipinu.
í þeim hópi var ungur maður að
nafni Hewes þekktur um alla Bos-
ton fyrir flautusnilli sína. Hann
herti á öllum fyrirskipunum með
því að herma eftir bátsmannsflautu.
Nokkur hundruð manna, sem
báru blys og Ijósker, horfðu á og
hlustuðu á marrið í vindum og
köðlum, þar kvað við stöðugt
„kvakk — kvakk^, þegar kistur
voru opnaðar og umbúðum og inni-
haldi fleygt í sjóinn. Nokkrir bresku
sjómannanna réttu meira að segja
amerísku ættjarðarvinunum hjálp-
arhönd.
Einn Móhíkaninn ætlaði að fylla
vasana af teblöðum, en fékk sam-
stundis á baukinn hjá einum fé-
laga sinna. Atburðir þessir gerð-
ust fyrir augum breska stórskota-
liðsins og rétt hjá herskipunum.
En þaðan kom ekkert né heyrðist,
enda mundu þeir hafa eyðiiagt
höfnina og skipin með nokkrum
skotum. Þeir þekktu borgarbúa og
skildu aðfarir þeirra of vel til þess,
að nokkur hreyfði hönd né fót til
mótmæla, hvorki foringjar, her-
menn né fyrirliðar í stjórnmálum.
Allt þetta gerðist á tveim klukku-
stundum. Föðurlandsvinirnir sóp-
uðu allt og kölluðu skipsmenn til
vitnis um fráganginn. Ekkert hefði
verið eyðilagt nema teið og kist-
urnar. Síðan staðnæmdust þeir í
tvöfaldri röð á bryggjunni, hlýddu
skipun: „Axlið vopnin“ og gengu
skipulega brott. Með hljóðpípu-
blæstri var haldið til borgarinnar.
Léttir í spori hrósuðu þeir unnum
sigri.
Hundruð metra frá bryggjunni
þöktu teblöðin sjóinn.
SIGURGLEÐI. Helsti fyrirlið-
inn, Paul Revere, geystist alla leið
til New York næsta dag, með frétt-
irnar um „teboðið í Boston“, og
allt komst þar á flug við tíðindin.
Þaðan barst boðskapurinn til Fíla-
delfíu og vakti þar óskiptan fögn-