Úrval - 01.03.1975, Blaðsíða 25
TEBOÐIÐ FRÆGA I BOSTON
23
uð og hátíðahöld. Blöðin kepptust
við að lofa föðurlandsvinina í Bos-
ton og framtak þeirra. Hvarvetna
voru mót, ræðuhöld, og víða var
kirkjuklukkum hringt, allt til að
vekja athygli á þessum atburði.
Þegar fregnin barst til Englands,
urðu Georg III, konungur, og ráð-
herrar hans felmtri slegnir.
Þeir hótuðu að beita ströngustu
refsingu alla þá, sem tekið höfðu
þátt í atburðum þessum, og setja
Boston og umhverfi strangar við-
skiptahömlur, sem mundi kenna
þeim, að breska stjórnin léti ekki
að sér hæða.
Svo féll höggið — höfninni í Bos-
ton var lokað, en það dugði til þess
að sameina allar nýlendurnar síð-
ar til baráttu gegn kúgun og fyrir
sjálfstæði.
☆
Ferðasirkusinn var að reisa tjöld sín utan við lítið sveitaþorp,
og hópur barna stóð álengdar og horfði á. Einn drengjanna vogaði
sér til sirkusstjórans og spurði: „Megum við koma inn og sjá
trúðana og fílana og allt það?“
„Já, auðvitað,“ svaraði sirkusstjórinn. ,,Ef þið hafið peninga."
„Við eigum enga peninga,“ sagði drengurinn hnugginn.
„Jæja, en bíddu nú við,“ sagði þá sirkusstjórinn. „Við eigum
stóran krókódíl, sem á hverjum degi þarf að fá eitthvað lifandi
að éta. Ef ég má fá eitt ykkar til að fóðra krókódílinn með, mega
hin horfa á ókeypis. En það verður að vera það minnsta ykkar,
svo það standi ekki í krókódílnum."
Drengurinn hugsaði sig aðeins um, en sagði svo: „Eg á lítinn
bróður.“ Svo hvarf hann í krakkahrúguna, en kom að vörmu
spori aftur og leiddi með sér tveggja eða þriggja ára hnokka.
„Er þessi nógu lítill?“ sþurði hann.
„Já, hann er alveg mátulegur," sagði sirkusstjórinn. Svo sneri
hann sér að þeim litla og spurði: „Vilt þú láta krókódílinn éta
þig, til þess að hinir krakkarnir komist ókeyps í sirkus.“
Litli bróðir kingdi munnvatni nokkrum sinnum, en svo svaraði
hann, skjálfandi röddu: „Já — en má ég ekki sjá trúðana og
fílana fyrst?“
R.B.
Jón litli hafði verið á barnaleikskóla, en var nú kominn í
barnaskóla. Hann var leiður á svip, þegar hann kom heim eftir
fyrsta daginn, svo mamma spurði hann, hvað amaði að. Og hann
svaraði: „Uss, við lærum bara að leika okkur í skólanum, alveg
eins og á leikskólanum. Eg vil miklu heldur læra að læra eitthvað.“