Úrval - 01.03.1975, Side 28

Úrval - 01.03.1975, Side 28
26 ÚRVAL „Bambus er gras, sem er svo frekt, að það vill vera tré,“ er haft eftir grasafræðingi nokkrum. — í raun og veru er bambusinn sam- heiti fyrir margar tegundir grasa- ættarinnar, og það á við um marg- ar mismunandi gerðir. Bambusinn skilur sig frá öðrum plöntum vegna þess, að hann hef- ur ennþá ýmsa eiginleika strásins. Hann hefur engan eiginlegan stofn, heldur holan stöngul eða rör með liðum eða hnjám. Ræturnar eru þétt net af frjósömum jarðrengl- um, sem skjóta út frá sér nýjum og nýjum bambus-einstaklingum og hver fær sínar sjálfstæðu ræt- ur. Allar tegundir bambus gróa í hlýju, og eru frjósamastar í Aust- urlöndum. Bambusinn á heimkynni í Kína, Indlandi, Japan og um alla Suðaustur-Asíu, einnig í nokkrum hluta Afríku, Suður- og Mið-Ame- ríku og Ástralíu. En hann hefur aldrei náð neinni verulegri út- breiðslu af sjálfsdáðum í Norður- Ameríku, Evrópu eða hinum geysi- víðáttumiklu Síberísku sléttum. Þegar litlar bambus-plöntur voru fluttar á þessa staði fyrir mörgum árum, var farið með þær af stök- ustu nákvæmni og til allrar ham- ingju þrífast þær vel. Reyndin er, að bambusinn er líka mjög lífseigur, harðger og viljugur að aðlagast aðstæðum. Hann li.fir af ótrúlegustu erfiðleika. Flestar tegundir þola létt frost, jafnvel snjó og í mátulegu rakaloftslagi vex hann með ótrúlegum hraða. Á nyrstu eyju Japans, Hokkaido, eru t. d. SASA-plöntur, sem skjálfa í ísköldum vindinum, sem kemur frá Síberíu, en samt sem áður mjakast þær út yfir grasi klæddar slétt- urnar. í hinu hlýja, rakaloftslagi á Jamaica var eitt sinn stungið nið- ur bambusstöngum til að styðja nokkrar milljónir af klifrandi brauðaldinplöntum — og innan þriggja ára var þar kominn bamb- usskógur. Þessi ótrúlegi lífskraftur byggist á gerð rótanna. Með þéttu saman- tvinnuðu neti rétt undir yfirborð- inu eru allar bambusstengurnar samtengdar. Hver frjóangi og stöng er ekki aðeins hluti af uppruna- legum stofni, heldur einnig hinu sívaxandi rótarneti. Og sameining- in verkar þannig, að öll bambus- fjölskyldan deilir með sér vatni og næringu, og þannig gengur það í hið óendanlega, eða næstum því. Þegar sumar tegundir af barnbus blómstra, getur það verið viðvörun um dauða plöntunnar. Enginn veit með vissu, hvers vegna eða hvenær sú sorglega staðreynd dynur yfir. En þegar blómin koma, falla gömlu blöðin af, og þau endurnýjast ekki. Vöxt- urinn hættir, plantan visnar og að endingu deyr hin lífgefandi rót. Þetta kemur þó sjaldan fyrir. Það geta liðið 60 til 120 ár á milli slíkra tilfella hjá tegundunum. Til að byrja með er það bara ein planta, sem blómstrar, en eftir eitt til tvö ár springa litlu, hvítu blómin út í fullum skrúða um allan bambus- skóginn, og það undarlegasta við þetta er, að þetta skeður samtímis hjá hverri tegund, burtséð frá því hve stórt svæði hún þekur. Þannig
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.