Úrval - 01.03.1975, Blaðsíða 30
28
ÚRVAL
að marga sjúkdóma. Hann hefur
verið notaður til þess í aldaraðir
og er ennþá notaður. Á miðöldum
var gert úr honum leyndardóms-
fullt allsherjarlyf, TABASHEER,
framleitt úr bambusstönglum, og
það fluttist alla leið frá Indlandi
til Evrópu, þar sem frumstætt fólk
trúði, að þetta lyf væri mótefni
allra eiturefna. Á meðan kölluðu
allmargir vísindamenn það hjá-
trú. Fyrir nokkrum árum uppgötv-
uðu efnafræðingar, að vissar bamb-
ustegundir innihalda í raun og
sannleik fíngert, hvítt duft, hreina
kísilsýru — efni, sem notað er til
að drekka í sig eiturefni.
Japanir hafa á seinni árum fund-
ið marga nýja nýtingarmöguleika
fyrir bambusplöntuna. Þeir hafa
framleitt plöntuhormón, sem eykur
vöxt vínþrúguplantna, berjarunna
og ávaxtatrjáa, umdeilt efni gegn
krabbameini, undirstöðuefni til
bakteríuræktunar og efni, sem má
nota við niðursuðu matvæla og
einnig til að eyða fisklykt, — öll
þessi efni unnin úr bambus. Og
vestrænir vísindamenn hafa unnið
díselolíu úr honum, á meðan aðrir
hafa reynt að nota það til skepnu-
fóðurs.
Þó er þýðing bambussins sem
trjátegundar mikilvægust. Þar gef-
ur hann meira af sér en flest önn-
ur tré. Bambusplanta, sem hefur
góð vaxtarskilyrði, getur aukið
vigt sína um 20% á ári. Vaxtar-
tíminn er stuttur. Hægt er að fella
stengurnar eftir nokkur ár og það
þarf hvorki að grisja eða planta
út nýjum.
Að auki við allar þessar aug-
sýnilegu dyggðir kemur svo sú, sem
höfðar fremur til tilfinninganna.
Bambusinn er rödd náttúrunnar, og
hann talar jafnt til skilningarvita
okkar og vits. Hann er beinvax-
inn, mjúkur í sveigjanleik sínum,
gjafmildur og óttalaus í styrk sín-
um — og þar eru bestu eiginleik-
ar mannsins komnir saman í einu
Við höfum ástæðu til að hneigja
okkur fyrir bambusnum.
£
Bankastjórinn átti son, sem hann gat lítið tjónkað við. Til þess
að reyna að gera mann úr honum, kom hann honum fyrir um
sumartíma hjá vini sínum, sem rak stóran búgarð. Þegar kom
fram á haust, kom bankastjórinn að sækja son sinn, og spurði
við það tækifæri bóndann, hvernig drengurinn hefði staðið sig.
„Tja,“ sagði bóndinn hægt og settlega. „Ef sonur þinn hefði
þrjár hendur, myndirðu verða að gefa honum buxur með þremur
vösum.“
B.G.