Úrval - 01.03.1975, Page 32
30
ÚRVAL
sagt var, eyðilagði vináttuna — og
þar af leiðandi viðurkenning á
sársauka yfir brostnum vonum og
ósk um að laga og endurbæta.
Það er aldrei auðvelt að viður-
kenna mistök sín og beiskyrði. En
sé gengið að því hreinskilnislega
og auðmýkt kemur í stað hroka,
getur andrúmsloftið hreinsast og
allt breyst til bóta.
Allar mannlegar verur þarfnasf
afsökunar. Hversu oft dæmum við
óvægilega, tölum óvingjarnlega og
hefjum okkur upp á kostnað ann-
arra? Og hversu oft, ef rétt er tal-
ið, var svo beðið afsökunar?
Mjög sjaldan, er það ekki?
Eitthvað djúpt í undirvitundinni
verður fyrir hnjaski, einhver sið-
ferðiskennd, jafnvel við minnstu
móðgun. Og það kemst ekki aftur
í jafnvægi, fyrr en móðgunin er
viðurkennd og iðrun tjáð.
Ég minnist þess að vinur minn,
Clarence Lieb, læknir, sem nú er
látinn, sagði mér frá manni, sem
kom til hans með mörg sjúkdóms-
einkenni: Höfuðverk, svefnleysi og
meltingartruflanir. Engra líkam-
legra orsaka varð vart.
Loks sagði læknirinn: „Ég get
því miður ekkert fyrir yður gert,
nema þér segið mér, hvað veldur
yður vondri samvisku."
Eftir sára baráttu við sjálfan sig
játaði maðurinn, sem var fram-
kvæmdastjóri við fyrirtæki föður
síns, að hafa setið á svikráðum við
bróður sinn, sem dvaldist erlendis.
Hann hafði hagrætt arfinum sér í
hag eftir lát föðurins.
Og þarna á stundinni gat þessi
vitri læknir fengið manninn til að
senda bróður sínum afsökunarbréf
og láta af hendi myndarlega ávís-
un til hans, sem fyrsta spor 1 átt
til réttlátra skipta.
Svo fylgdi hann honum fram á
ganginn og horfði á hann Íeggja
bréfið í póstkassann. Um leið og
bréfið hvarf, brast maðurinn í grát
og sagði:
„Þakka yður fyrir, nú held ég,
að mér batni.“ Og hann varð bráð-
lega hraustur.
Innileg afsökunarbeiðni treystir
ekki einungis gallað samband held-
ur gerir það einnig traustara.
Fyrir nokkrum árum voru starfs-
aðferðir mínar harðlega gagnrýnd-
ar í guðfræðideild. Einn prófessor-
anna, sem ég þekkti raunar vel,
lét þung orð falla um mig. Ég gat
einungis tekið þeim með beiskri
þögn, þegar ég frétti, hvað hann
hafði sagt.
En svo, nokkru seinna, fékk ég
bréf frá þessum manni, Hann var
þá hættur að kenna og orðinn
prestur. Nú sá hann fyrsta sinni í
verki, hvílíka þörf fólk hefur fyrir
trúarlegan skilning og lifandi sam-
úð í sínu daglega lífi. Þar duga
engar dauðar formúlur.
Hann sagðist hafa haft rangt fyr-
ir sér og vonaði, að ég gæti fyrir-
gefið og afsakað mistök hans.
Satt að segja hvarf sú andúð, sem
ég hafði fengið á þessum manni,
eins og dögg fyrir sólu.
Meira að segja dáðist ég að hon-
um og sagði honum það strax í
svarbréfi mínu. Alltaf síðan höfum
við verið vinir.
Stundum hikar fólk við afsök-
unarbeiðni af ótta við synjun. Auð-