Úrval - 01.03.1975, Side 37
KANNTU AÐ SPARA?
35
3. Rangt. Ef þú byggir við slíkar
aðstæður, og hefðir loftkælingu, þá
myndi allt þetta hjálpa til að halda
kalda loftinu inni. Ef þú hefðir
ekki loftkælingu, þá myndi þetta
samt hjálpa til að halda heita loft-
inu úti. Hálfs sentimetra rifa und-
ir útihurð hleypir eins miklu lofti
út eða inn eins og 20 sentimetra
gat á útvegg.
4. Rétt. Að vísu fer þetta eftir
því hvar hitastillir er staðsettur,
og stærð arineldsins. Eldur þarf
ósköpin öll af lofti, og stór eldur
gæti dregið til sín allt heitt loft
úr húsinu þegar hann brennur. Ef
hitastillir er í sama herbergi og
hitað er upp með arineldinum, þá
verður kalt í öðrum hluta hússins.
5. Rangt. Þau gætu gert það, að
sjálfsögðu, ef þú hefðir þau dregin
fyrir, en hver gerir það? Besta
reglan er þessi: Draga gluggatjöld
fyrir um nætur og þegar dagar eru
kaldir, en draga þau frá þegar sól-
in skín. Þú þarft ef til vill að
kveikja ljósin, þegar þú dregur
fyrir á köldum dögum, en þú spar-
ar hita og það eru góð býtti.
6. Rangt. Það borgar sig að
slökkva á venjulegum ljósum, en
flúrperur borgar sig að láta loga,
ef þú átt von á því að koma aftur
innan klukkutíma. Það þarf meiri
orku til að kveikja á flúrperu en
að láta hana loga í klukkutíma.
7. Rangt. Að vetrarlagi þegar
hitakerfið er að hita húsið af full-
um krafti, má opna uppþvottavél-
ina, þegar hún byrjar að þurrka
og láta diskana þorna við stofuhita.
Einnig kemst þá raki í loftið, en
slíkt er gott fyrir þig og húsgögn-
in, því loftið þornar við mikla
kyndingu.
8. Rangt. Nota skal slík tæki með
fullum afköstum hvenær sem slíkt
er hægt.
9. Rétt. Margar fæðutegundir er
hægt að matreiða í einu. Einnig er
hægt að matreiða stærri skammta,
og frysta það sem ekki er notað.
Það þarf minni orku til að hita
upp, en að matreiða frá byrjun.
10. Rétt. Og þú hefur bara gott
af hreina loftinu, og hreyfingunni
við það að hengja upp.
11. Rétt. Margar gerðir sjónvarps
tækja, sem kviknar á samstundis,
en þurfa ekki að hitna, eru með
búnaði, sem heldur þeim „heitum“.
Eina leiðin til að koma í veg fyrir
að slík tæki noti straum, þegar þau
eru ekki í gangi, er að taka stung-
una úr innstungunni á veggnum.
12. Rétt. Sérhver biti af frosnu
kjöti, er eins og ísmoli og hjálpar
til að halda hitanum niðri.
13. Rangt. Notaðu þau frekar á
kvöldin, þegar álag vegna verk-
smiðja og iðnreksturs hefur minnk-
að.
14. Rangt. Aukinn þungi að aft-
an gefur betri viðspyrnu í snjó, en
annars er slíkur þungi til óþurftar,
og útheimtir aukinn vélarkraft.
15. Rangt. Aukin notkun slíkra
aukahluta útheimtir meiri raforku,
og rafallinn þarf aukinn kraft frá
vélinni til að halda hleðslu raf-
geymisins í réttu horfi.
16. Rangt. Þetta á sérstaklega við
um þá ökumenn, sem ekki aðeins
bíða eftir því að vélin hitni, held-
ur líka að bíllinn hitni að innan.
17. Rangt. Allt er að vísu rétt