Úrval - 01.03.1975, Qupperneq 52
50
ÚRVAI
PÍNULITLA VETRARBRAUTIN
OKKAR. Við menn héldum eitt
sinn í fáfræði okkar, að jarðarkríl-
ið, sem við búum á, væri miðdep-
ill alheimsins. Kopernikus kom
okkur á aðra skoðun, þegar hann
fyrir 431 ári kom með þá bylting-
arkenndu hugmynd, að jörðin sner-
ist um sólu, en ekki sólin um jörðu.
Þetta var á þeim tíma brjálæðis-
leg fullyrðing og samt var hún að-
eins lítill hluti sannleikans. Það var
fyrst í byrjun þessarar aldar, að
stjörnufræðingar komust að raun
um, að sólin var ekki einu sinni
miðja heimsins, heldur var hún í
afkima vetrarbrautarinnar, þess al-
heims sem þá var þekktur.
Og það átti fleira eftir að koma
upp á teninginn. Fyrir um það bil
fimmtíu árum komst bandaríski
stjörnufræðingurinn, Edwin Rub-
ble, að raun um að þokukenndir
ljósdeplar á himinhvolfsmyndum
voru ekki stjörnur eða gasský,
heldur sjálfstæðar vetrarbrautir,
„ey-heimar“ af sömu gerð og okk-
ar, en svo langt í burtu að ljós-
myndirnar sýndu þær sem eina
stjörnu.
Nú vitum við, að vetrarbraut-
irnar eru jafn óteljandi og gras-
strá á túni. Þær eru að minnsta
kosti nokkur hundruð milljarðar.
f stærsta stjörnukíki í heimi, á
Mount Palonar í Kaliforníu, er
unnt að telja um milljón vetrar-
brauta innan Karlsvagnsins eins.
Á hvern hátt geta menn gert
sér grein fyrir víðáttu heimsins
eins og við þekkjum hann í dag?
Fyrst verður að finna mæliein-
ingu, sem er stór, en samt ekki
óskiljanlega stór, og stjörnufræð-
ingar nota ljósárið. Það er sú fjar-
lægð, sem ljósið fer á einu ári með
300.000 km hraða á sekúndu. (Það
er nærfellt 1,5 billjónir km).
En jafnvel með svo stóra einingu
verða tölurnar svimandi. Hvað seg-
ir það okkur, að vegalengdin til
fjarlægasta himintungls sem fund-
ist hefur, virðist vera 10 milljarðar
ljósára (15.000 trilljónir km)? Nei,
við skulum reyna eitthvað annað.
Fjarlægðin til sólarinnar er um það
bil 150 milljónir km, eða átta ljós-
mínútur. Ef við ímyndum okkur, að
þessi fjarlægð sé jöfn þykktinni á
pappírnum, sem þetta er prentað
á, verður fjarlægðin til næstu
stjörnu -4.3 ljósár) 21 meters hár
pappírsstafli. Þvermál vetrarbravit-
arinnar (1100.000 ljósár) yrði 500
km hár stafli og til að ná ystu
endimörkum þess heims, sem við
þekkjum að einhverju leyti, yrði
staflinn að vera 50 milljón km hár,
eða þriðjungur vegalengdarinnar
til sólu!
Rubble komst ekki aðeins að
raun um, að himingeimurinn væri
mun stærri en menn höfðu áður
talið, heldur, að hann væri stöð-
ugt að þenjast út. Stjörnukerfin
fjarlægjast hvert annað og því
meiri, sem fjarlægðin verður, því
meiri verður hraðinn. Þessar upp-
götvanir urðu upphafið að algerri
byltingu í stjörnufræðinni, eða
stjarneðlisfræðinni, eins og hún er
líka kölluð.
MÁL HIMINSINS. Með mæli-
tæki því, sem kallast prismasjón-
auki, geta stjörnufræðingar skil-