Úrval - 01.03.1975, Síða 53

Úrval - 01.03.1975, Síða 53
AÐ NÁLGAST GÁTUR ALHEIMSINS 51 greint ljós stjarnanna og þannig íundið út eðli þeirra og efni, hita- stig, þrýsting, þéttleika, gerð efn- isins, aðdráttarafl og einnig hraða þeirra í sjónátt. Árið 1932 uppgötv- uðu menn, að stjörnurnar senda út geisla á öðrum bylgjulengdum en þeim, sem sýnilegar eru sem ljós. Þær sendu líka frá sér út- varpsbylgjur. Þá var farið að fram- leiða útvarpssjónauka. Síðan hafa menn komist upp á lag með að notfæra sér mælingar á útfjólublá- um hitageislum með aðstoð tækis með kjarna úr germaniumkristal, sem með fljótandi helíum er kæld- ur niður í algert frost, og er síðan sendur upp í háloftin með eldflaug eða flugvél. Og loks eru til tæki, sem mæla röngengeislun stjarn- anna og geislun á enn styttri bylgj- um, svo nú er unnt að heyra mál heimsins á ýmsa vegu. Af þessu leiðir, að á síðasta ára- tug hafa flætt yfir okkur þau feikn upplýsinga, að fyrirsjáanleg er al- ger endurskoðun á hugmyndum okkar um þann heim, sem við lif- um í. Þar á meðal eru hinir leynd- ardómsfullu kvasar, en nú eru 350 slíkir þekktir og eru fjarlægjustu himintungl, sem enn þekkjast. Kvasar (en það orð má nánast útskýra sem „himintungl með eig- inleika stjörnu11) hafa mjög breyti- legan ljósstyrk og af því má draga þá ályktun, að þeir séu fremur litlir, aðeins nokkrum hundruð sinnum stærri en sólkerfið. En rannsóknir með prismasjónauka hafa leitt í ljós, að þeir eru mjög langt burtu, sumir við endimörk alheimsins í rúmlega tíu milljarða ljósára fjarlægð. Samt sjáum við þá, og það getur aðeins þýtt, að þeir hljóta að geisla frá sér ótrú- legri orku. Ef mælingarnar eru réttar, eða réttara sagt, ef mæl- ingarnar eru rétt túlkaðar, eru til kvasar, sem hafa álíka útgeislun og eitt hundrað vetrarbrautir (eða tíu billjónir stjarna). Venjulegur kvasi framleiðir á hverri sekúndu orku, sem fullnægði rafmagnsþörf mannkynsins í milljarða ára. Engin eðlisfræði, sem við þekkj- um, ekki einu sinni innsta eðli atómsins, getur varpað ljósi á svo hnitmiðaða orkuframleiðslu. Ein hugmyndin er sú, að kvasar gætu verið risastjörnur, sem hrunið hefðu undan eigin þunga. Önnur, enn fjarstæðukenndari hugmynd er sú, að þessi gífurlega orka stafi frá árekstrum milli efnis og efnis- leysis, sem leiði til þess að hvort tveggja breytist í geislun. AF MOLDU ERTU KOMIN. En við þurfum ekki að leita í útjaðra himingeimsins til að uppgötva eitt- hvað stórfurðulegt. Það getum við í „næsta nágrenni“, hér í okkar eigin vetrarbraut. Að stjörnurnar séu eilífar, er að- eins mannleg eilífð. Á mælistiku alheimsins eru þær jafn forgengi- legar og allt annað. Þær verða til úr skýjum, sem myndast af ryki og gasi (aðallega vatnsefni), stafa frá sér geislum í nokkra milljarða ára, uns orka þeirra er tæmd og þær deyja út. Það er dauði stjarn- anna, sem einkum vekur áhuga stjarneðlisfræðinga, því sú þróun, sem þá á sér stað, eru mestu átök
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.