Úrval - 01.03.1975, Qupperneq 55
AÐ NÁLGAST GÁTUR ALHEIMSINS
53
sér mjög sterka geislun, með jöfnu
millibili frá fjórum til þrjátíu sinn-
um á sekúndu. Millibilin hljóta að
samsvara snúningshraða stjörnunn-
ar, og af því mátti draga þá álykt-
un, að pulsar væri það sama og
neftrónustjarna, sem menn höfðu
áður álitið að til væru, því aðeins
stjarna jafn lítil og þung sem nef-
trónustjarna gæti snúist þrjátíu
sinnum á sekúndu, án þess að
splundrast af miðflóttaaflinu. Þétt-
leiki neftrónustjörnu er svo mik-
ill, að teskeið af efni hennar er
meira en einn milljarður tonna á
þyngd, eða áiíka og samanlagður
þungi 200 milljóna fíla í stærra
lagi.
Svo furðulegar sem neftrónu-
stjörnurnar eru, hafa þó fundist
mun undarlegri fyrirbæri í himin-
geimnum. Það eru enn minni, enn
þyngri og enn ótrúlegri hlutir, hin
svonefndu „svörtu göt“. „Svart
gat“ er það, sem verður eftir, þeg-
ar risastjarna brotnar undan eigin
þunga. Möguleikann fyrir tilveru
slíkra hnatta má finna með afstæð-
iskenningu Einsteins, en það er
fyrst nú á síðari árum, sem hægt
hefur verið með röntgensjónauk-
um í eldflaugum og gervitunglum
að gera tilraunir, sem benda á
fyrirbæri, sem stafað gætu frá
„svörtum götum“.
I „svörtum götum“ er samþjöpp-
un efnisins eins mikil og hugsan-
leg er, og aðdráttaraflið teða
þyngdaraflið) verður svo gífurlegt,
að jafnvel Ijósið sleppur ekki und-
an því. Það blátt áfram slokknar
á stjörnunni, sem brotnað hefur,
og hún sést ekki framar. En þó
þetta furðulega stjarneðlisfræði-
lega fyrirbæri sé ósýnilegt, er það
mjög raunverulegt og hefur með
aðdráttarafli sínu mikil áhrif á um-
hverfi sitt.
Hvað inniheldur „svart gat“?
Menn vita það ekki og munu al-
drei vita það, því ljósið er bundið
í myrkrinu þar inni og án Ijóss eru
engar upplýsingar.
LÍF í ALHEIMI? Sú spurning,
sem vekur mestan áhuga lærðra
sem leikra, er þessi: Eru vitsmuna-
verur annars staðar en á jörðinni?
Á ráðstefnu, sem haldin var fyrir
nokkru um þetta efni, sagði nó-
belsverðlaunahafinn George Wald,
prófessor í lífeðlisfræði við Harvard
háskóla: „Ég held, að það geti ekki
leikið vafi á, að við lifum í byggð-
um heimi — þar sem líf er alls
staðar.“ Richard Berendzen við
American University hefur látið
svipuð orð falla: „Spurningin er
ekki HVORT það er líf einhvers
staðar, heldur HVAR það er. Líf
blýtur að vera víða, og það geta
verið margar menningarheildir
með mun meiri tæknilega þekk-
ingu en við höfum yfir að ráða.“
Vitsmunaverur á öðrum hnöttum
þurfa að sjálfsögðu ekki að likjast
manninum. Þvert á móti er næsta
ólíklegt að þær geri það. Því líf,
í þeirri mynd, sem við þekkjum
það, getur aðeins hafist á plánetu,
sem hefur margt sameiginlegt með
jörðinni. Hún þarf að vera af ákveð-
inni stærð og vera í ákveðinni f jar-
lægð frá sólu. Plánetur af þessari
gerð getum við ekki fundið í öðr-
um sólkerfum. Þær eru of litlar