Úrval - 01.03.1975, Blaðsíða 61
GLAÐVÆRA GISTIHÚSIÐ HENNAR MÖMMU
59
Þegar pabbi kom heim um kvöld-
ið, sat Steve Kane á skyrtunni á
útidyrapallinum, meðan frú Kane
var önnum kafin í eldhúsinu.
„Við erum svo þakklát fyrir, að
þér létuð konuna yðar vita af okk-
ur,“ sagði frú Kane með geislandi
brosi. Eina svarið, sem pabbi gaf,
var kurr lengst niðri í hálsi. Jafn-
skjótt og þau voru orðin ein í borð-
stofunni, hvæsti hann:
„Svo þú hefur fengið leigjend-
ur! Það halda þá allir, að ég geti
ekki séð fyrir konunni minni.“
„Hvaða máli skiptir hvað FÓLK
heldur?“ svaraði mamma rólega.
„Við fáum 20 dali á mánuði, er það
ekki mikilvægara?“
„En hvernig ætlarðu að koma
þeim fyrir? Það eru engin húsgögn
í dagstofunni."
„Ég lét þau hafa svefnherbergið
okkar,“ útskýrði mamma.
„Svefnherbergið okkar?“
„Já, en hafðu ekki áhyggjur af
því. Ég hef útvegað okkur nokkur
húsgögn."
„Bless einkalíf,“ emjaði pabbi.
„Allt húsið undirlagt af ókunnugu
fólki!“
„Þau verða ekki fyrir okkur.
Þau verða inni í sínu herbergi og
borða í eldhúsinu. Þú færð ekki
einu sinni að sjá þau.“
I því kom frú Kane inn til að fá
lánað dálítið sinnep.
„Sjálfsagt,“ sagði mamma. „Taktu
allt, sem þú þarfnast."
„Takk fyrir“ sagði frú Kane
brosandi, en stakk fljótlega höfð-
inu aftur í gættina. „Mér finnst
það nokkuð harðir kostir að láta
manninn sofa á gólfinu. í nótt get-
um við verið á hótelinu.“
„Hann hefur ekkert á móti því,“
fullvissaði mamma hana — henni
datt ekki í hug að líta á pabba til
að sjá svipinn á honum.
Án þess að segja orð stóð pabbi
á fætur, þrammaði að dagstofunni
og hrinti upp dyrunum. Það var
ekkert í herberginu nema dýna á
gólfinu og þrír rimlakassar hver
ofan á öðrum með fatnaði þ'irra,
þeir áttu að þjóna sem kommóða.
Meðan pabbi, mállaus af hneyksl-
un, starði á útbúnaðinn, lét mamma
dæluna ganga: „Það fyrsta sem ég
geri í fyrramálið, er að kaupa rúm
og kommóðu. Auk þess,“ hélt hún
áfram, á meðan pabbi, ennþá mál-
laus, gekk að borðstofuborðinu og
settist þyngslalega niður, „er það
ekki heiðarlegt að halda herbergi
tómu, þegar við þurfum ekki á því
að halda, og aðrir þarfnast þess.
Og það er líka heimskulegt að
sleppa þessum peningum, þegar
þetta kemur ekki til með að valda
okkur neinum óþægindum. Við
munum alls ekki sjá þau einu sinni
<<
Frú Kane birtist í dyrunum með
skál í hendinni.
„Má ekki bjóða ykkur að bragða
á kjötbollunum okkar? Ég hef gert
of margar, en þær eru alveg prýð-
isgóðar.“ Hún hellti nokkrum yfir
á mömmu disk og þrátt fyrir að
pabbi bandaði höndinni á móti
þeim, fékk hann líka nokkrar á
sinn disk.
„Þakka þér fyrir,“ sagði mamma.
„En viljið þið ekki bragða salatið
okkar?“