Úrval - 01.03.1975, Side 61

Úrval - 01.03.1975, Side 61
GLAÐVÆRA GISTIHÚSIÐ HENNAR MÖMMU 59 Þegar pabbi kom heim um kvöld- ið, sat Steve Kane á skyrtunni á útidyrapallinum, meðan frú Kane var önnum kafin í eldhúsinu. „Við erum svo þakklát fyrir, að þér létuð konuna yðar vita af okk- ur,“ sagði frú Kane með geislandi brosi. Eina svarið, sem pabbi gaf, var kurr lengst niðri í hálsi. Jafn- skjótt og þau voru orðin ein í borð- stofunni, hvæsti hann: „Svo þú hefur fengið leigjend- ur! Það halda þá allir, að ég geti ekki séð fyrir konunni minni.“ „Hvaða máli skiptir hvað FÓLK heldur?“ svaraði mamma rólega. „Við fáum 20 dali á mánuði, er það ekki mikilvægara?“ „En hvernig ætlarðu að koma þeim fyrir? Það eru engin húsgögn í dagstofunni." „Ég lét þau hafa svefnherbergið okkar,“ útskýrði mamma. „Svefnherbergið okkar?“ „Já, en hafðu ekki áhyggjur af því. Ég hef útvegað okkur nokkur húsgögn." „Bless einkalíf,“ emjaði pabbi. „Allt húsið undirlagt af ókunnugu fólki!“ „Þau verða ekki fyrir okkur. Þau verða inni í sínu herbergi og borða í eldhúsinu. Þú færð ekki einu sinni að sjá þau.“ I því kom frú Kane inn til að fá lánað dálítið sinnep. „Sjálfsagt,“ sagði mamma. „Taktu allt, sem þú þarfnast." „Takk fyrir“ sagði frú Kane brosandi, en stakk fljótlega höfð- inu aftur í gættina. „Mér finnst það nokkuð harðir kostir að láta manninn sofa á gólfinu. í nótt get- um við verið á hótelinu.“ „Hann hefur ekkert á móti því,“ fullvissaði mamma hana — henni datt ekki í hug að líta á pabba til að sjá svipinn á honum. Án þess að segja orð stóð pabbi á fætur, þrammaði að dagstofunni og hrinti upp dyrunum. Það var ekkert í herberginu nema dýna á gólfinu og þrír rimlakassar hver ofan á öðrum með fatnaði þ'irra, þeir áttu að þjóna sem kommóða. Meðan pabbi, mállaus af hneyksl- un, starði á útbúnaðinn, lét mamma dæluna ganga: „Það fyrsta sem ég geri í fyrramálið, er að kaupa rúm og kommóðu. Auk þess,“ hélt hún áfram, á meðan pabbi, ennþá mál- laus, gekk að borðstofuborðinu og settist þyngslalega niður, „er það ekki heiðarlegt að halda herbergi tómu, þegar við þurfum ekki á því að halda, og aðrir þarfnast þess. Og það er líka heimskulegt að sleppa þessum peningum, þegar þetta kemur ekki til með að valda okkur neinum óþægindum. Við munum alls ekki sjá þau einu sinni << Frú Kane birtist í dyrunum með skál í hendinni. „Má ekki bjóða ykkur að bragða á kjötbollunum okkar? Ég hef gert of margar, en þær eru alveg prýð- isgóðar.“ Hún hellti nokkrum yfir á mömmu disk og þrátt fyrir að pabbi bandaði höndinni á móti þeim, fékk hann líka nokkrar á sinn disk. „Þakka þér fyrir,“ sagði mamma. „En viljið þið ekki bragða salatið okkar?“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.