Úrval - 01.03.1975, Blaðsíða 63
GLAÐVÆRA GISTIHÚSIÐ HENNAR MÖMMU
61
hlutskiptis síns, að mamma dró
hann snarlega íram í eldhúsið, þar
sem Sawyers hjónin gátu ekki
heyrt til hans.
„Þú ættir að skammast þín,“
sagði hún öskureið. „Vesalings kon-
an hefur misst einkabarn sitt, og
svo lætur þú svona ferlega.“
„Mér þykir leitt að hún skuli
hafa misst barnið sitt,“ hrópaði
pabbi. „En ég get ekki skilið af
hverju ég þarf að þvo mér í eld-
húsinu og sofa með lappirnar í
lausu lofti.“
„Af hverju ætlarðu ekki að hafa
þær uppi í beddanum?" spurði
mamma.
„Af því hann er of stuttur. Þetta
er barnastærð!“
Pabbi strunsaði inn í borðstof-
una og renndi sér niður á bedd-
ann og mamma sá að pabbi hafði
rétt fyri rsér, hann var 30 senti-
metrum of stuttur.
„Ég skal kippa þessu í lag,“ lof-
aði mamma. „Ég set appelsínukassa
fyrir aftan og púða þar ofan á. Þá
fer vel um þig. Og þar að auki
verða þau ekki nema í þrjá daga
ennþá. Þau leigðu herbergið bara
í viku og fara því á sunnudaginn.
En þegar sunnudagurinn rann
upp, voru Sawyers hjónin ófús að
fara. „Megum við ekki vera aðra
viku til?“ bað herra Sawyer. „Kon-
unni minni líður svo miklu betur.
Hún segir að sér líði hvergi betur.
Hún VERÐUR að fá að vera hérna
svolítið lengur.
Næsta vika leið, og þá skeði ná-
kvæmlega það sama.
„Nú jæja, tautaði pabbi. ,.Ég
ferðast sem betur fer mikið, og ég
get að minnsta kosti haft það nota-
legt, þegar ég er að heiman."
En hann var ekki lengi reiður.
Frú Sawyer var verulega elskuleg
kona. Fljótlega var hann líka far-
inn að reyna að hressa hana upp.
Pabbi gat heldur ekki horft fram-
hjá peningunum, sem streymdu
inn. Þau áttu nú orðið álitlega upp-
hæð í bankanum, og mamma var
ekki síður ánægð með það.
Pabbi lét heldur ekkert tækifæri
til að næla sér í nokkra dali ganga
sér úr greipum. En gagnstætt
mömmu freistuðu stóru tækifærin
hans. „Ég get ekki eytt tímanum
við svona smápeninga, eins og þú,“
sagði hann við mömmu.
Eitt sinn er pabbi var á löngu
viðskiptaferðalagi, fékk mamma
hugboð um að ekki væri allt með
felldu — hún fékk alltaf við og
við grun um eitt og annað, og
venjulega hafði það við rök að
styðjast. Að þessu sinni varð hún
svo óróleg að hún klæddi sig upp
og fór í bankann, þar sem hún bað
um að fá að vita hve mikið stæði
á reikningum þeirra. — Klippt og
skorið níu dalir!
„Jú, það var alveg rétt,“ sagði
gjaldkerinn. Eiginmaður hennar
hafði tekið allt annað út fyrir
skömmu.
Mamma vissi ekki hvað hún átti
að hugsa. Hún pantaði langlínu-
samtal við pabba — en það var
munaður sem hún veitti sér sjald-
an.
Pabbi róaði hana, en gaf henni
óskýr svör. Jú, hann hafði tekið
peningana út. Hann kæmi heim