Úrval - 01.03.1975, Side 64

Úrval - 01.03.1975, Side 64
62 ÚRVAL eftir viku og þá skyldi hún fá að heyra sólarsöguna. Daginn eftir fékk mamma umslag áritað til hennar með rithönd pabba. Inni í því lá fréttamiði, sem sagði frá sölu á landi — sem fram færi á ákveðnum degi með hljómsveit og ókeypis svaladrykk fyrir alla. Meira stóð þar ekki. Kvöldið sem pabbi kom heim var hann sjálfumglaður eins og köttur, sem nýlega hefur gleypt kanarí- fugl. Kane og Sawyer hjónin, sem fundu að óveður lá í loftinu hjá gestgjöfunum, hurfu fljótt inn í herbergi sín. Pabbi hlustaði rólegur, meðan mamma lét reiðilesturinn dynja á honum, hve óforskammað það væri af honum að taka „okkar“ peninga út úr bankanum, án þess að leita ráða hjá henni. Þá fyrst sagði hann henni, að hann hefði keypt jarðar- skika í nágrenni við háskólann i Arizona; 100 tunnur af landi til að segja satt og frómt frá. „Ég fékk það á góðu verði,“ út- skýrði pabbi, „á um það bil 4 dali tunnuna.“ „Fjóra dali tunnuna?“ mamma greip andann á lofti. Það þýddi, að hann hafði eytt öllum sparipening- unum þeirra. „Hvað ætlarðu að gera við allt þetta land?“ „Lastu ekki fréttamiðann, sem ég sendi þér?“ spurði pabbi. „Auðvitað gerði ég það, en ég skildi ekkert hvað hann átti að þýða!“ „Það átti nú ekki að vera svo erfitt, ef þú kynnir á annað borð að lesa. Ég skipti landinu upp í litlar spildur. Svo leigði ég sirkus- tjald, útvegaði blásturshljóðfæra- leikara, uppboðshaldara og nokkra vagna. Á þennan hátt lokkaði ég fjölda fólks þangað úteftir og hélt uppboð á skikunum. Auk þess fengu þeir, sem vildu, ókeypis svala- drykk.“ „Af öllum fáránlegum hugdett- um, sem þú hefur fengið, er þessi sú afleitasta. Að nota peningana okkar í svona vitleysu!" En eftir að hafa hugsað sig um sagði hún: „Seldirðu eitthvað af þeim?“ Pabbi kinkaði yfirlætislega kolli. „Já, nokkur stykki.“ Svo stóð hann upp og dró gluggatjöldin vandlega fyrir. Pabbi má eiga það, að hann hafði lag á að gera augnablik eins og þessi áhrifamikil. „Já, já, ég seldi nokkur stykki," endurtók hann. Og svo byrjaði hann að tæma vasa sína: Hann dró hvert seðlabúntið á fætur öðru upp úr vösum sínum, þar til borðið var al- þakið peningabúntum, og augu mömmu stóðu á stilkum. Síðasta, sem hann tók upp, var pyngja með gull- og silfurpeningum. „Langar þig til að telja þá?“ spurði pabbi. „Þetta eiga að vera 1827 dalir. Hvað finnst þér svo um mín fáránlegu uppátæki?" Mamma var svo hlessa að hún var næstum orðlaus, en þó heppn- aðist henni að lokum að hvísla: „Mér finnst þú dásamlegur!" NOKKRUM DÖGUM SÍÐAR komu Sawyer hjónin mjög ham- ingjusöm til mömmu og sögðu henni, að þau ætluðu að fara dag- inn eftir. Frú Sawyer var sérstak-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.