Úrval - 01.03.1975, Qupperneq 67
GLAÐVÆRA GISTIHÚSIÐ HENNAR MÖMMU
65
„ef vinir þínir vilja endilega nota
handklæðin mín til að pússa skóna
sína með, hef ég ekki í sinni að
láta þá hafa fleiri! En ég hef hérna
mjúkar tuskur, sem þeir geta feng-
ið í staðinn."
Þetta voru mjög notalegir og
kurteisir ungir menn, og mamma
naut þess að vera „stóra systir"
þeirra; hún bauð alltaf tveim eða
þrem til hádegisverðar, skammaði
þá, þegar þess var þörf, hlustaði á
ástarsorgir og gætti þess að þeir
snyrtu á sér hárið og hugsaði um
þá, þegar þeir voru veikir.
Koma mín í þennan heim breytti
þar engu um. Pabbi var vanur að
segja: „Ef þú hefðir afgreitt í versl-
un eða gengið í hús og saumað fyr-
ir fólk, hefði ungbarn gert strik í
reikninginn. En við þetta starf
skipti það engu máli. Það er ann-
ars fjári hagsýn kona, sem ég er
kvæntur!“
Endurtekningar pabba á því að
hún væri „fjári hagsýn“ pirruðu
hana. „Stundum er ég farin að trúa
því, að þér sé bara ekkert á móti
skapi að ég vinni,“ tautaði hún.
„Það er alveg rétt,“ fullyrti
pabbi. „Vegna þess að þér líður
vel með það. Þann dag, sem þú
færð leið á því, skaltu bara hætta!“
„Hvernig á ég að geta það? Þú,
sem ert alltaf á kafi í vafasömum
viðskiptum?"
„Þau eru ekki vafasöm," mót-
mælti pabbi í hvert sinn. „Nei, yf-
irleitt eru þetta einstök tækifæri!"
Og hann bætti uppáhaldsorðtæki
mömmu við: „Það er blátt áfram
ekki heiðarlegt að láta tækifærin
ganga sér úr greipum, þegar ekki
þarf annað til en rétta höndina út
eftir þeim.“
Næsta uppátæki pabba reyndist
sannarlega vafasamt. Hann keypti
þvottahús í nágrannabænum Tuc-
son.
„En þú kannt ekkert til rekstrar
þvottahúss!“ stundi mamma, þegar
hún var að byrja að jafna sig.
„Nei, það kann ég ekki. En gamli
forstjórinn verður áfram, og hann
er í sérflokki. í stað þess að fyrri
eigandi hirði ágóðann, rennur hann
nú í minn vasa. Og hann er mikill.
300 dalir á mánuði!
„Hver heldurðu að vilji láta svo-
leiðis fyrirtæki af hendi, ótilneydd-
urþ“
„Vegna þess að hann Stacey er
að verða gamall og vill eiga rólega
daga hjá börnunum sínum á aust-
urströndinni.“
Mamma hristi höfuðið. „Það er
eitthvað gruggugt við þetta.“
Og það reyndist rétt.
Stacey gamli reyndist, eins og
pabbi orðaði það: „Bannsettur
þrjótur!" í stað þess að flytja, opn-
aði hann nýtt þvottahús. Og hann
tók ekki einungis með sér þennan
forláta forstjóra, heldur besta
verkafólkið og flesta viðskiptavin-
ina.
Pabbi stundi og vorkenndi sér,
hann gekk fram og aftur um gólf-
ið. „Það getur ekki talist, að nokk-
ur viðskipti séu lengur. Ég get ekki
lokið greiðslunum, og hvað er þá
til ráða?
„Ráða? Ég myndi láta mig hverfa,
í þínum sporum,“ svaraði mamma
kuldalega. „Láttu hann hirða þetta
andstyggilega þvottahús sitt. Láttu