Úrval - 01.03.1975, Síða 68
66
þér nægja tapið og lærðu af þessu
í framtíðinni.“
,.Nei!“ hrópaði pabbi ákveðinn.
„Ég skal berjast við hann. En ég
veerð að útvega peninga. Nú veit
ég, við getum fengið lán út á eign-
irnar hérna . . .“
„ALDREI!“ greip mamma fram í
fyrir honum. „ALDREI! ALDREI!
Ég vil ekki fá sent að láni út á
húsin hérna! Þau eru okkar lifi-
brauð, og ég tek ekki þá áhættu
að standa allslaus á götunni með
tvö börn.“ (Annað barnið var
Phillip, hann fæddist skömmu áð-
ur en pabbi keypti þvottahúsið.
Oliver kom nokkrum árum síðar).
Pabbi ferðaðist þess vegna áfram
milli Fönixar og Tucson og rembd-
ist við að fá fyrirtækið til að
skrimta og veita þessum „bölvuð-
um þrjóti“ samkeppni. En í hvert.
skipti. sem hann kom heim, færði
hann slæmar fréttir. Hann hafði
ekki matarlyst og hann svaf ekki.
„Þú lætur þennan gamla þrjót
rýja mig inn að skyrtunni," kvart-
aði hann við mömmu.
„Það getur vel verið að hann
geri það,“ svaraði mamma, „en
hann á ekki eftir að gera það við
mig! Ég ætla að halda húsunum
okkar.“
En dag nokkurn kom hann blístr-
andi í gegnum garðinn heim að
húsinu. Mamma fann strax að eitt-
hvað óvenjulegt var á seyði,
ánægjan geislaði út frá honum. En
hann beið með fréttirnar, þar til
eftir matinn, að allir gestirnir voru
komnir til herbergja sinna.
„Jæja, mamma,“ sagði hann og
leit sigri hrósandi á hana, „ég sé
ÚRVAL
ekki annað en þú verðir að selja
bæði húsin þín.“
„Það er löngu útrætt mál.“
„Hve mikið fé höfum við lagt í
þau?“ Ríflega ieiknað 4000 dali,
eða hvað? Myndirðu ekki selja ef
þú fengir 7500 dali fyrir þau?
„Við getum ekki fengið 7500, og
auk þess myndi ég ekki láta þau á
það.“
„Gætu 10.000 freistað þín?“
„Nei,“ og hættu svo þessum
kjánaskap!"
„Ég er ekki með kjánaskap. Viltu
selja fyrir 12.000 dali? Já eða nei?“
„Auðvitað myndi ég vilja selja
fyrir 12.000. Ertu þá hættur þess-
um heimskulegu spurningum?“
„Já, ég er hættur," sagði hann
gleiðbrosandi og tosaði fram nokk-
ur skjöl. „Ég bjóst við að 12.000
myndu gera þig meyra. Skrifaðu
nú undir.“
A þessum tímum voru vesturríki
Bandaríkjanna ung og í örum vexti.
Spákaupmennska með eignir og
jarðir voru ekkert einsdæmi. Orð-
rómur sagði, að það ætti að gera
stóra vatnsvirkjun í Fönix, og nú
var hafið æðislegt kapphlaup um
fasteignir í nágrenni hennar. Og
húsin hennar mömmu stóðu aðeins
ea. tveggja mínútna gang þaðan.
Mamma neitaði þó að skrifa
undir, nema hún fengi 4000 dali í
viðbót fyrir öðru húsi í Tucson.
„Og það skal vera stórt,“ sagði
hún, „með glás af svefnherbergj-
um — fyrir gestina."
Hvað pabba viðvék, hafði hann
nú svo mikla peninga, að hann gat
að lokum tekið við rekstri beggja
þvottahúsanna, gert gamla svindl-