Úrval - 01.03.1975, Side 69

Úrval - 01.03.1975, Side 69
GLAÐVÆRA GISTIHÚSIÐ HENNAR MÖMMU arann ósamkeppnisfæran og flæmt hann úr bænum. Eftir þetta hélt mamma, að pabbi myndi nú taka lífinu rólega. Hann talaði ekki lengur um gullin tæki- færi, en hugur hans snerist um hagnýt vandamál, eins og til dæm- is að fá svefnvagnsbúa til að skipta við sig í Tucson, í stað þess að fara til E1 Paso, og hann fékk alltaf meira og meira af óhreinasta tau- inu hjá þvottakonunum. En einmitt þegar allt virtist í sem mestum blóma, dró pabbi sig út úr rekstrinum og setti rakarann sinn, Russ Logan, yfir fyrirtækið. „Rakarinn þinn?“ dæsti mamma. „Hann er duglegur og bæði sam- vizkusamur og notalegur," sagði pabbi. „Þetta kemur til með að ganga vel, því lofa ég þér.“ Og það fór eins og pabbi sagði, allt gekk vel. Rakarinn réði til sín framúrskar- andi duglegan mann til að fylgjast með daglegum rekstri, og eftir það gat hann einbeitt sér að sérgáfu sinni, það er að segja að afla sér vina. Og þeir, sem urðu vinir Russ, urðu einnig viðskiptavinir hans. Pabbi gat glatt sig við vænan tékk í hverjum mánuði, án þess svo mikið sem að stíga fæti í þvotta- húsið. Sannleikurinn var sá, að skap- gerð pabba var þannig, að hann tolldi ekki lengi við sama hlutinn. Eins og mamma sagði eitt sinn við mig: „Pabbi þinn kveikir upp und- ir pottinum og strax og suðan kem- ur upp, flytur hann eldinn undir annan." 67 LÓÐABRASK, KVIKFJÁRBÚ- SKAPUR, leikhús, banki —- já, sá frægi banki! — námur og olíuupp- sprettur — pabbi var með í þessu öllu. Og í hvert skipti, sem hann byrjaði á einhverju nýju, var hann viss um, að við gætum eftirleiðis dansað á rósum. En aftur og aftur kom hann heim og kvartaði yfir því, að nú væri hann að fara á hausinn; mamma fékk strangar fyrirskipanir um að spara hjá kaupmanninum. En næsta dag tók hann glaður og reifur 10.000 dala lán til að leggja í gullnámu. Þess vegna var það ekkert skrýt- ið, þótt mamma héldi áfram sinu fyrra starfi. GESTIRNIR OKKAR BJUGGU aldrei árið um kring hjá okkur, og hvert sumar, þegar þeir fluttu — flestir voru nemendur eða ferða- menn— sagði mamma: „í haust ætla ég nú ekki að taka svona marga.“ En haustið kom og hún leigði dagstofuna og svo eitt her- bergið okkar. Svo komu óvænt nokkrar manneskjur, sem höfðu verið hjá okkur áður — hvernig gat hún neitað þeim? Eða vinir gestanna okkar eða fjölskyldna þeirra. Eða þá að pabbi þarfnast sérlega peninga. Og áður en varði var fjölskyldan samankomin í einu herbergi eða jafnvel úti á yfir- byggðu svölunum. Tilvera okkar var dásamlega óformleg og þægileg og gestirnir létu strax fara vel um sig hjá okk- ur. Ef við héldum veislu, var sjálf- sagt að þeir væru með. Ef við þörfnuðumst herbergjanna þeirra
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.