Úrval - 01.03.1975, Blaðsíða 69
GLAÐVÆRA GISTIHÚSIÐ HENNAR MÖMMU
arann ósamkeppnisfæran og flæmt
hann úr bænum.
Eftir þetta hélt mamma, að pabbi
myndi nú taka lífinu rólega. Hann
talaði ekki lengur um gullin tæki-
færi, en hugur hans snerist um
hagnýt vandamál, eins og til dæm-
is að fá svefnvagnsbúa til að skipta
við sig í Tucson, í stað þess að fara
til E1 Paso, og hann fékk alltaf
meira og meira af óhreinasta tau-
inu hjá þvottakonunum.
En einmitt þegar allt virtist í
sem mestum blóma, dró pabbi sig
út úr rekstrinum og setti rakarann
sinn, Russ Logan, yfir fyrirtækið.
„Rakarinn þinn?“ dæsti mamma.
„Hann er duglegur og bæði sam-
vizkusamur og notalegur," sagði
pabbi. „Þetta kemur til með að
ganga vel, því lofa ég þér.“
Og það fór eins og pabbi sagði,
allt gekk vel.
Rakarinn réði til sín framúrskar-
andi duglegan mann til að fylgjast
með daglegum rekstri, og eftir það
gat hann einbeitt sér að sérgáfu
sinni, það er að segja að afla sér
vina. Og þeir, sem urðu vinir Russ,
urðu einnig viðskiptavinir hans.
Pabbi gat glatt sig við vænan tékk
í hverjum mánuði, án þess svo
mikið sem að stíga fæti í þvotta-
húsið.
Sannleikurinn var sá, að skap-
gerð pabba var þannig, að hann
tolldi ekki lengi við sama hlutinn.
Eins og mamma sagði eitt sinn við
mig: „Pabbi þinn kveikir upp und-
ir pottinum og strax og suðan kem-
ur upp, flytur hann eldinn undir
annan."
67
LÓÐABRASK, KVIKFJÁRBÚ-
SKAPUR, leikhús, banki —- já, sá
frægi banki! — námur og olíuupp-
sprettur — pabbi var með í þessu
öllu. Og í hvert skipti, sem hann
byrjaði á einhverju nýju, var hann
viss um, að við gætum eftirleiðis
dansað á rósum.
En aftur og aftur kom hann heim
og kvartaði yfir því, að nú væri
hann að fara á hausinn; mamma
fékk strangar fyrirskipanir um að
spara hjá kaupmanninum. En næsta
dag tók hann glaður og reifur 10.000
dala lán til að leggja í gullnámu.
Þess vegna var það ekkert skrýt-
ið, þótt mamma héldi áfram sinu
fyrra starfi.
GESTIRNIR OKKAR BJUGGU
aldrei árið um kring hjá okkur, og
hvert sumar, þegar þeir fluttu —
flestir voru nemendur eða ferða-
menn— sagði mamma: „í haust
ætla ég nú ekki að taka svona
marga.“ En haustið kom og hún
leigði dagstofuna og svo eitt her-
bergið okkar. Svo komu óvænt
nokkrar manneskjur, sem höfðu
verið hjá okkur áður — hvernig
gat hún neitað þeim? Eða vinir
gestanna okkar eða fjölskyldna
þeirra. Eða þá að pabbi þarfnast
sérlega peninga. Og áður en varði
var fjölskyldan samankomin í einu
herbergi eða jafnvel úti á yfir-
byggðu svölunum.
Tilvera okkar var dásamlega
óformleg og þægileg og gestirnir
létu strax fara vel um sig hjá okk-
ur. Ef við héldum veislu, var sjálf-
sagt að þeir væru með. Ef við
þörfnuðumst herbergjanna þeirra