Úrval - 01.03.1975, Síða 71

Úrval - 01.03.1975, Síða 71
GLAÐVÆRA GISTIHÚSIÐ HENNAR MÖMMU 69 kvöld skulum við hafa reglulega góðan, gamaldags maísgraut.“ Og auðvitað spurði eldabuskan okkar: „Hvernig gerir maður hann?“ „Það þarf enga uppskrift. Taktu bara dálítið maísmjöl . . Og þegar hún var spurð nánar út í hve mikið, sagði hún: „Taktu bara slatta af mjöli . . .“ Ef stúlkan vildi fá frekari upp- lýsingar, fékk hún svör eins og þessi: „Þú getur fyllt bláu skál- ina hérna, svona um það bil.“ Og við okkur krakkana sagði hún. „Guð almáttugur, ef maður þarf að segja nákvæmlega til um ALLT, getur maður alveg eins gert hlutina sjálfur. Á sunnudögum fengum við næst- um því alltaf kjúklinga. Þetta var gríðarleg máltíð og krafðist marg- víslegra snúninga. Mamma þjark- aði stanslaust í kringum stóru elda- vélina og þegar gestirnir, sem ekki fóru í kirkju, kíktu inn í eldhúsið, voru þeir umsvifalaust settir í vinnu við að brjóta hnetur, rífa niður greipaldin, í salatið, eða skera snittubaunir. Mamma vann á við þrjá, hún var venjulega fyrst til að ljúka sínu verki og svo tók hún hnetubrjótinn eða hnífinn af næsta manni og sagði gjarnan: „Svona, svona, þú mylur hneturnar alltof smátt!“ eða: „Eg sagði í skífur, ekki i klumpa!“ Enginn gat brytjað nið- ur snittubaunir, svo mamma yrði ánægð. Við átum alltaf svo mikið af þess- um mat, að við urðum syfjuð og sljó, en sunnudagssíðdegi er of dá- samlegt til að eyða því í svefn. Pabbi átti hluta í bíl, ljómandi fal- legum grip, sem var startað með sveif á annarri hliðinni. Alla vik- una var hann notaður í sambandi við vinnuna, en um helgar skipt- ust við og Pryce fjölskyldan á að fara í skemmtiferðir á honum. Við tókum alltaf eins marga af gestunum með okkur og framast var unnt að troða í bílinn. Það kom fyrir, að þeir sögðu: „Það er óþarfi að vera að troða sér upp á ykkur. Viljið þið ekki heldur vera ein?“ „Alein?“ spurði pabbi. „Hvað væri gaman að því?“ MAMMA HAFÐI EKKI gleymt „klúbbi" drengjanna í Fönix, og hugsaði mikið um rýmið, sem var fyrir aftan húsið. Og þegar pabbi sagðist þurfa að fá bílskúr fyrir bílinn sinn, var hún strax með á nótunum. Eins og fyrr lét hann mömmu sjá um framkvæmdirnar, og tók ekki eftir neinu, fyrr en verkið var komið vel af stað. En dag nokkurn kom hann þjót- andi inn til mömmu: „Hvað er eig- inlega verið að byggja? Þetta er hús, en ekki bílskúr, sem komið er þarna.“ Mamma leiðrétti: „Helmingurinn er bílskúr, hitt eru tvö herbergi og bað. Ég hef nú þegar fundið tvær kennslukonur, sem vilja leigja það.“ „Nú, kennslukonur!“ pabbi lifn- aði allur við. „Eru þær hugguleg- ar?“ „Já, það eru þær,“ fullvissaði mamma hann. Hún sagði honum ekki, að þær væru á fimmtugs- aldri.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.