Úrval - 01.03.1975, Side 71
GLAÐVÆRA GISTIHÚSIÐ HENNAR MÖMMU
69
kvöld skulum við hafa reglulega
góðan, gamaldags maísgraut.“
Og auðvitað spurði eldabuskan
okkar: „Hvernig gerir maður hann?“
„Það þarf enga uppskrift. Taktu
bara dálítið maísmjöl . .
Og þegar hún var spurð nánar
út í hve mikið, sagði hún: „Taktu
bara slatta af mjöli . . .“
Ef stúlkan vildi fá frekari upp-
lýsingar, fékk hún svör eins og
þessi: „Þú getur fyllt bláu skál-
ina hérna, svona um það bil.“ Og
við okkur krakkana sagði hún. „Guð
almáttugur, ef maður þarf að segja
nákvæmlega til um ALLT, getur
maður alveg eins gert hlutina
sjálfur.
Á sunnudögum fengum við næst-
um því alltaf kjúklinga. Þetta var
gríðarleg máltíð og krafðist marg-
víslegra snúninga. Mamma þjark-
aði stanslaust í kringum stóru elda-
vélina og þegar gestirnir, sem ekki
fóru í kirkju, kíktu inn í eldhúsið,
voru þeir umsvifalaust settir í
vinnu við að brjóta hnetur, rífa
niður greipaldin, í salatið, eða skera
snittubaunir. Mamma vann á við
þrjá, hún var venjulega fyrst til að
ljúka sínu verki og svo tók hún
hnetubrjótinn eða hnífinn af næsta
manni og sagði gjarnan: „Svona,
svona, þú mylur hneturnar alltof
smátt!“ eða: „Eg sagði í skífur, ekki
i klumpa!“ Enginn gat brytjað nið-
ur snittubaunir, svo mamma yrði
ánægð.
Við átum alltaf svo mikið af þess-
um mat, að við urðum syfjuð og
sljó, en sunnudagssíðdegi er of dá-
samlegt til að eyða því í svefn.
Pabbi átti hluta í bíl, ljómandi fal-
legum grip, sem var startað með
sveif á annarri hliðinni. Alla vik-
una var hann notaður í sambandi
við vinnuna, en um helgar skipt-
ust við og Pryce fjölskyldan á að
fara í skemmtiferðir á honum.
Við tókum alltaf eins marga af
gestunum með okkur og framast
var unnt að troða í bílinn. Það kom
fyrir, að þeir sögðu: „Það er óþarfi
að vera að troða sér upp á ykkur.
Viljið þið ekki heldur vera ein?“
„Alein?“ spurði pabbi. „Hvað
væri gaman að því?“
MAMMA HAFÐI EKKI gleymt
„klúbbi" drengjanna í Fönix, og
hugsaði mikið um rýmið, sem var
fyrir aftan húsið. Og þegar pabbi
sagðist þurfa að fá bílskúr fyrir
bílinn sinn, var hún strax með á
nótunum.
Eins og fyrr lét hann mömmu
sjá um framkvæmdirnar, og tók
ekki eftir neinu, fyrr en verkið var
komið vel af stað.
En dag nokkurn kom hann þjót-
andi inn til mömmu: „Hvað er eig-
inlega verið að byggja? Þetta er
hús, en ekki bílskúr, sem komið er
þarna.“
Mamma leiðrétti: „Helmingurinn
er bílskúr, hitt eru tvö herbergi og
bað. Ég hef nú þegar fundið tvær
kennslukonur, sem vilja leigja það.“
„Nú, kennslukonur!“ pabbi lifn-
aði allur við. „Eru þær hugguleg-
ar?“
„Já, það eru þær,“ fullvissaði
mamma hann. Hún sagði honum
ekki, að þær væru á fimmtugs-
aldri.