Úrval - 01.03.1975, Page 74

Úrval - 01.03.1975, Page 74
72 ÚRVAL þú verður að skilja, að ég vil ekki hafa Ocky á flækingi hérna.“ „Ocky hefur fengið sér vinnu,“ sagði Della stolt. „Hann hefur leigt sér herbergi.“ „Alveg ljómandi. Vonandi erum við þá laus við hann.“ Og svo fór sem fór. Ocky missti vinnuna — ef hann þá hafði nokk- urn tíma haft hana — hann þráði Dellu sína og smeygði sér inn á herbergið hennar á kvöldin. Mamma vissi af þessu: „Það er þessi skammarlegi Ocky enn einu sinni!“ sagði hún. „Hvað ertu að skipta þér af þessu?“ vildi pabbi fá að vita. „Hann gerir engum mein. Láttu þér bara líka við hann.“ „Það pirrar mig,“ sagði mamma, „að sjá þessa vesalings manneskju slíta sér út fyrir hann, meðan þessi heimski letingi bíður þess, að hún stjani við hann.“ Og svo skildu leiðir mömmu og Dellu einu sinni enn. Della fékk aðra vinnu, henni var sagt upp vegna Ockys, hún kom aftur til okkar, þar til hún fann sér annan stað — og allan tímann lúskraði Ocky við eldhúsdyrnar eða þá að hann smeygði sér inn til hennar á kvöldin eða hann beið hinum meg- in á götunni eftir vasapeningum eða einhverju í svanginn. Einu sinni spurði mamma hana hreinskilningslega: „Della, hvers vegna bindurðu trúss við þennan haugaletingja?" „Finnst þér, að ég sé falleg?" spurði Della. „Finnst mér — nei, það finnst mér ekki,“ „Auðvitað finnst þér það ekki,“ sagði hún hvöss. „Vegna þess, að ég er það ekki. 'Ég er herfileg, göm- ul fuglahræða og ég veit það! Ég þarf ekki annað en líta í spegil! En Ocky elskar mig. Þegar hann er hjá mér, finnst mér ég verða yngsta, yndislegasta og fallegasta konan í heiminum. Þess vegna held ég mig við hann.“ Þegar mamma sagði pabba frá þessu, hló hann innilega og sagði: „Fyrst Ocky getur fengið þessa gömlu hörmung til að finnast slíkt, ætti hún að halda áfram að halda honum uppi. Það er það, sem hún fær fyrir peningana sína.“ ÞEGAR VIÐ HÖFÐUM enga stúlku, áttum við börnin að hjálpa mömmu með húsverkin, en hún var í stöðugum ótta um að við héld,- um, að þetta væri vinna, sem væri fyrir neðan okkar virðingu. „Menntað fólk getur tekið sér hvað sem er fyrir hendur," sagði hún. Mamma hafði líka ýmsa hluti til að selja, og við gerðumst oft milliliðir í þeim viðskiptum, af því að hún greiddi okkur prósentur af sölunni. Við innganginn á húsinu var fal- legur rósarunni. Þegar hann var í fullum blóma, stönsuðu margir sem leið áttu framhjá, til að dást að honum. Ég beið í forstofunni, þar til einhver stansaði og þá þaut ég út með skæri í hendinni. „Rósirnar kosta 25 sent dúsín- ið,“ sagði ég. Mamma leyfði mér að eiga 12% sent og 12 % sent fóru í „rósaumslagið". Auðvitað var ekki hægt að skipta einu senti, svo
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.