Úrval - 01.03.1975, Qupperneq 75

Úrval - 01.03.1975, Qupperneq 75
GLAÐVÆRA GISTIHÚSIÐ HENNAR MÖMMU 73 í annaðhvort skipti fékk ég 13 og hitt skiptið ,,rósaumslagið“.“ Það voru fáir, sem stóðust þetta tilboð. Einu sinni höfðum við næstum því eyðilagt lánsmöguleika fyrir pabba, þegar við reyndum að selja óheppilegum manni rósir. Við viss- um ekki, að gráhærði herramaður- inn með rostungsskeggið var sjálf- ur bankastjórinn. Fyrir okkur var hann bara viðskiptavinur, og við kölluðum á eftir honum, þar sem hann ók framhjá í bílnum sínum. „Viljið þér kaupa rósir?“ hróp- uðum við. „Ein tylft á 25 sent.“ „Við höfum mikla þörf fyrir pen- ingana.“ Þetta var viðbót, sem kom frá Phillip, og hann stældi mál- róm pabba nákvæmlega. Oliver litli lagði sitt til málanna; með gjallandi röddu endurtók hann uppáhaldsástæðu föður síns: „Pabbi minn er á hausnum. Við neyðumst til að selja þær, af því að pabbi á enga peninga.“ Þegar pabbi kom heim um kvöld- ið, var hann eyðilagður. „Herra Fowler sagði, að fjármálastjórn minni hlyti að vera mjög ábóta- vant, fyrst börnin mín yrðu að selja blóm úti á götu.“ „Öll börn selja eitthvað," sagði mamma hughreystandi, „og mér þykir ágætt, að hann skyldi ekki lána þér. Þú ert of skuldugur." „E'g fékk það nú samt að lokum. En það var honum þvert um geð. Af hverju þurfa börnin okkar endi- lega að vera að selja eitthvað? Af hverju ekki að gefa þeim vasa- peninga eins og önnur börn fá?“ „Af því að það er hollt fyrir þau að vinna sér inn vasapeninga. Þú seldir sjálfur eitt og annað, þegar þú varst barn.“ „En ég neyddist til þess. Við þörfnuðumst peninga.“ „Ef við þörfnumst ekki peninga, af hverju ertu þá alltaf að taka lán?“ Við þessu átti pabbi ekkert svar. ÁRIN KOMU og árin fóru. Það gerðu gestirnir okkar líka — hundr- uð og aftur hundruð manna, sem við kysstum að skilnaði á brautar- pallinum, en kom svo aftur til að búa hjá okkur, og sáu okkur krakk- ana vaxa upp. Þegar bræður mínir voru giftir, var ég ein eftir heima. Þeir tveir eða þrír ungu menn, sem ég varð ástfangin af, sviku mig og kvænt- ust öðrum stúlkum. Mamma reyndi að hughreysta mig. „Þeir hafa ekki verið hinir réttu fyrir þig. Þegar sá rétti kem- ur, veistu það!“ En ég trúði henni ekki og bjóst við að pipra. En Amor hafði tekið á sig gervi fituhlunksins hans hr. Ferrys gamla í öðru herberginu hjá bílskúrnum. „Vinur minn kemur í heimsókn í dag,“ sagði hann við mig. „Hann skrifar kúrekasögur og hann telur réttast að hann sjái sig svolítið um í Vestur-Ameríku. Hann heitir John Winchcombe-Taylor, englend- ingur, sem ég var með í stríðinu. Þú munt kunna að meta hann, það er ég viss um.“ Ég var ekki sérlega uppnæm. Ég bjóst við, að hann væri miðaldra og feitur eins og hr. Ferry. Þess
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.