Úrval - 01.03.1975, Blaðsíða 79

Úrval - 01.03.1975, Blaðsíða 79
.HVÍLÍKT FEIGÐARFLAN! 77 um, að búist var við roki á sunnu- deginum, en þegar hann litaðist út um gluggana heima hjá sér og sá að veðrið var bjart og fagurt, ákváðu hann og Diana að halda tii fjalla. Þau ætluðu á stað, sem hvorugt þeirra hafði komið til áður. Þau ákváðu að fara til Bagby hver- anna, um 80 km suðaustur af Port- landi. Vatnið streymir þar út úr kletti, 137 gráðu heitt á Farenheit, niður í holu og rennur þaðan inn í sedrusviðarbaðklefa, með bað- körum úr holum trjádrumbum. Þau ætluðu að vera komin aftur fyrir myrkur. Af því að það gat orðið kalt, klæddi Scott sig í ullarskyrtu og stormblússu utanyfir. Diana, sem var í ullarbuxum, peysu og leður- jakka fór í regnkápu utanyfir. Em- i-ly var pakkað inn í loðfóðruð vetrarföt. Þau höfðu með sér myndavél, ábreiðu, bleiutösku, tvær samlokur með reyktu nauta- kjöti, eitt epli og hitabrúsa með súkkulaði. Emily þurfti einskis með, því að hún var enn á brjósti. Þau fóru frá Portlandi kl. 12.30 í station bílnum sínum, árgerð 1966. Um 130 km frá Rippelbrook skóg- arvarðstöðinni, 8 km frá Bagby, var vegurinn lokaður. Vegvísir benti á malarveg, sem lægi til hveranna. Þau komu til Bagby og Scott lagði bílnum. Svo fikruðu þau sig röska tvo kílómetra upp brattann að uppsprettunum. Það byrjaði að snjóa á meðan þau voru í baðinu — stórar mjúkar flygsur svifu til jarðar, og Scott horfði hugfang- inn á. ☆ Þennan sama laugardag ákvað Charles Mock, 23 ára gamall starfs- maður skógarvörslunnar, að fara á elgsveiðar á svæði, sem er um 70 km norður af Bagby, á Cascade Range. Hann íók með sér dálítið af þurrkuðum mat, álteppi, svefn- poka, segldúk, öxi, flösku af vatni, hníf, eldspýtur og riffil. Hann lagði bílnum sínum við Wahtum- fljótið og hélt upp í skógi vaxnar hlíðarnar. Hann varð hissa, þegar það byrjaði að snjóa seinni hluta dagsins, svo að hann tjaldaði. ☆ Þegar Mclntires hjónin komu að bílnum, var snjórinn fet á þykkt. „Við skulum koma,“ sagði Seott við Diönu. „Ég vil komast út af þess- um malarvegi áður en dimmir.“ Scott fylgdi sporum Volkswagen- bíls, sem hafði farið nokkrum mín- útum áður af stað. Slóðin var horf- in í snjóinn, og í stað þess að mal- arvegurinn átti að leiða þau til skógarvarðstöðvarinnar, fór Volks- wagenbíllinn, með Scott skammt á eftir, inn á hliðarveg, sem lá í krókum í gegnum skóginn, um 32 km leið. Bíllinn spólaði og komst illa áfram. Diana ók og Scott setti teppi undir afturhjólin, svo bíllinn fengi viðspyrnu. Bíllinn mjakaðist stutt í einu, og Scott hélt áfram að setja tepppið fyrir afturhjólin, þar til bíllinn rann útaf. Nú var komið myrkur og þau ákváðu að láta fyrirberast í bílnum um nóttina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.