Úrval - 01.03.1975, Side 79
.HVÍLÍKT FEIGÐARFLAN!
77
um, að búist var við roki á sunnu-
deginum, en þegar hann litaðist út
um gluggana heima hjá sér og sá
að veðrið var bjart og fagurt,
ákváðu hann og Diana að halda tii
fjalla.
Þau ætluðu á stað, sem hvorugt
þeirra hafði komið til áður. Þau
ákváðu að fara til Bagby hver-
anna, um 80 km suðaustur af Port-
landi. Vatnið streymir þar út úr
kletti, 137 gráðu heitt á Farenheit,
niður í holu og rennur þaðan inn
í sedrusviðarbaðklefa, með bað-
körum úr holum trjádrumbum.
Þau ætluðu að vera komin aftur
fyrir myrkur.
Af því að það gat orðið kalt,
klæddi Scott sig í ullarskyrtu og
stormblússu utanyfir. Diana, sem
var í ullarbuxum, peysu og leður-
jakka fór í regnkápu utanyfir. Em-
i-ly var pakkað inn í loðfóðruð
vetrarföt. Þau höfðu með sér
myndavél, ábreiðu, bleiutösku,
tvær samlokur með reyktu nauta-
kjöti, eitt epli og hitabrúsa með
súkkulaði. Emily þurfti einskis
með, því að hún var enn á brjósti.
Þau fóru frá Portlandi kl. 12.30
í station bílnum sínum, árgerð 1966.
Um 130 km frá Rippelbrook skóg-
arvarðstöðinni, 8 km frá Bagby, var
vegurinn lokaður. Vegvísir benti á
malarveg, sem lægi til hveranna.
Þau komu til Bagby og Scott
lagði bílnum. Svo fikruðu þau sig
röska tvo kílómetra upp brattann
að uppsprettunum. Það byrjaði að
snjóa á meðan þau voru í baðinu
— stórar mjúkar flygsur svifu til
jarðar, og Scott horfði hugfang-
inn á.
☆
Þennan sama laugardag ákvað
Charles Mock, 23 ára gamall starfs-
maður skógarvörslunnar, að fara á
elgsveiðar á svæði, sem er um 70
km norður af Bagby, á Cascade
Range. Hann íók með sér dálítið
af þurrkuðum mat, álteppi, svefn-
poka, segldúk, öxi, flösku af vatni,
hníf, eldspýtur og riffil. Hann
lagði bílnum sínum við Wahtum-
fljótið og hélt upp í skógi vaxnar
hlíðarnar. Hann varð hissa, þegar
það byrjaði að snjóa seinni hluta
dagsins, svo að hann tjaldaði.
☆
Þegar Mclntires hjónin komu að
bílnum, var snjórinn fet á þykkt.
„Við skulum koma,“ sagði Seott við
Diönu. „Ég vil komast út af þess-
um malarvegi áður en dimmir.“
Scott fylgdi sporum Volkswagen-
bíls, sem hafði farið nokkrum mín-
útum áður af stað. Slóðin var horf-
in í snjóinn, og í stað þess að mal-
arvegurinn átti að leiða þau til
skógarvarðstöðvarinnar, fór Volks-
wagenbíllinn, með Scott skammt á
eftir, inn á hliðarveg, sem lá í
krókum í gegnum skóginn, um 32
km leið.
Bíllinn spólaði og komst illa
áfram. Diana ók og Scott setti teppi
undir afturhjólin, svo bíllinn fengi
viðspyrnu. Bíllinn mjakaðist stutt
í einu, og Scott hélt áfram að setja
tepppið fyrir afturhjólin, þar til
bíllinn rann útaf. Nú var komið
myrkur og þau ákváðu að láta
fyrirberast í bílnum um nóttina.