Úrval - 01.03.1975, Síða 81

Úrval - 01.03.1975, Síða 81
,HVÍLÍKT FEIGÐARFLAN! 79 tíma í viðbót. Svo áðu þau við tré, þar sem Emily fékk meiri mjólk og Diana át meiri snjó. Hún vildi snúa við, en Scott vildi halda áfram. Þau höfðu farið fimm kílómetra, sagði hann, og gætu ekki átt nema þrjá eftir. Klukkan 3 um daginn skiptist vegurinn. Scott valdi þann, sem lá niður í móti, en eftir um 150 m komust þau ekki lengra fyrir snjó- hengju. „Við höfum tekið skakk- an veg,“ sagði Diana. Þau sneru við að gatnamótunum. Diana gekk eins og í leiðslu og berar hendur hennar voru dofnar. „Hvar eru vettlingarnir þínir?“ spurði Scott. ,,Ég veit það ekki,“ svaraði hún. Það var farið að dimma. Utan við veginn sá Scott trjábol, sem lá yfir skorning í hlíðinni. „Við skul- um vera þarna í nótt,“ sagði hann. Hann mokaði snjónum undan trjá- bolnum og þau lögðust undir hann með Emily á milli sín. Þau pöss- uðu hana til skiptis. Diana gaf Em- ily að drekka og Scott náði í snjó handa Diönu. f fyrsta sinn ræddu þau möguleikann á að þau kæm- ust ekki af, en Scott var ennþá bjartsýnn. Martha Forster, vinur þeirra, sem hafði vísað þeim veg- inn til Bagby, vissi hvar þau voru. Það væri kannski þegar farið að leita að þeim. ☆ Þegar Charles Mock vaknaði á sunnudagsmorgninum var segldúk- urinn sligaður af snjó. Hann tók saman viðlegubúnaðinn, og það tók hann sex klukkutíma að fikra sig þessa 7 km, sem voru að bílnum. Hann gat ekki fært bílinn til, svo að hann notaði það sem eftir var dagsins til að koma sér upp skýli, troða snjó, tjalda segldúknum og safna eldiviði. ,,Ég kom mér vel fyrir,“ rifjaði hann upp síðar. ☆ Á mánudagsmorgninum voru þau Scott og Diana svo aðframkomin, að þau gátu varla hreyft sig. Þau sátu undir trébolnum, horfðu á hvítan himininn og fallandi snjó- inn. Emily var eins og vekjara- klukka. Hún reif þau upp úr mók- inu. Hún grét og þau urðu að vakna, og Diana að gefa henni að drekka. „Ég hef ekki nógu mikið handa henni,“ sagði Diana og svo át hún meiri snjó. Klukkan 9.30 á mánudagsmorgn- inum hringdi móðir Diönu, frú Gordon Storm, til Susan, yngri dóttur sinnar í Portland. „Ég næ ekki sambandi við Scott eða Di- önu,“ sagði hún. „Það hefur eitt- hvað komið fyrir.“ Susan var hjá Mörthu Forster, sem hafði vísað þeim veginn til Bagby. „Ég er viss um að þau hafa fest sig þar,“ sagði Susan. „Ég hef samband við skóg- arverðina.11 Og hún hafði strax samband við Estcada varðstöðina. Henni var sagt, að snjóköttur væri á leiðinni til Bagby, vegna þess að nokkurra manna væri saknað. „Við látum þig vita, þegar eitthvað verður að frétta,“ sögðu þeir í varðstöðinni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.