Úrval - 01.03.1975, Blaðsíða 83
.HVÍLÍKT FEIGÐARFLAN! “
81
í leit frá varðstöðinni; þjóðvarðiið-
ið sendi sína þyrlu einnig af stað.
Innan skamms hafði leiguþyrlan
samband við Huey þyrluna: „Við
höfum komið auga á ferhyrndan
hlut í snjónum, sem gæti verið
bíll,“ og svo gaf hún upp staðar-
ákvörðun. Huey vélin fann staðinn
og komst það nálægt, að hún gat
slegið föstu, að þarna væri bíll. í
átt frá bílnum lá ógreinileg slóð.
Huey vélin fylgdi henni að trjá-
drumbnum og kom auga á hand-
legg Scotts, sem veifaði til þeirra
út undan honum.
Þegar Scott vakfiaði við vélar-
hljóðið, veifaði hann í átt til þvrl-
unnar af öllum mætti. Hann
skreiddist undan trjábolnum í þann
mund, sem nokkrir menn komu ti1
hans. „Ég er Scott Mclntire," sagði
hann. „Konan mín dó fyrir tveim
dögum. Barnið er lifandi.“
„Við höfum verið að leita að
ykkur,“ sagði Ryan við hann.
Scott kom á slysavarðstofuna á
Willamette Falls Community sjúkra
húsinu kl. 3.40. Líkamshiti hans var
94 gráður, og hann þjáðist af kali.
Emily var í góðu ásigkomulagi;
hún var bara svolítið rauð á boss-
anum. „Hefði hún verið nógu göm-
ul til að þíða snjóinn sinn sjálf,“
sagði læknirinn, „hefði hún senni-
lega ekki haft það af.“ Diana var
dáin, ekki síst vegna þess að hún
hafði étið snjó til að auka mjólk-
ina, og Scott var illa á sig kominn.
Það voru mestu mistökin, sem þau
höfðu gert, og höfðu þau þó að
flestu farið rangt að.
☆
Á miðvikudagsmorguninn lauk
Charles Mock við snjóþrúgurnar
sínar, eldaði og át afganginn af
matnum, sem hann átti, áður en
hann lagði af stað. Hann komst um
hálfan annan kílómetra á klukku-
stund. Fyrir myrkur kom hann að
fyrstu gatnamótunum. Hann gekk
10 km frá þeim, áður en hann kom
að fyrsta húsinu í þorpinu Dee Flat.
Klukkan var eitt á aðfararnótt
fimmtudagsins, þegar hann náði
þangað. Hann hringdi á Hood Riv-
er lögreglustöðina, og lögreglan sá
um að flytja hann heim.
☆
Heimilisbölið mesta stafar af börnum, sem vita allt, og foreldr-
um, sem leyfa allt.
Frank Tyger.