Úrval - 01.03.1975, Side 86
84
ÚRVAL
að það sé spurning, sem þú getur
ekki svarað fullnægjandi:
„Pabbi, af hverju kemur enginn
reykur, þegar maður sólbrennur?"
„Af hverju drögum við niður
flaggið á kvöldin, til þess eins að
þurfa að draga það aftur upp í
fyrramálið?“
„Ef klukkutímarnir eru stærri en
mínúturnar, af hverju er þá stóri
vísirinn ekki fyrir klukkutímana
en litli vísirinn fyrir mínúturnar?“
Plestir halda, að börn vilji raun-
verulega fá rétt svör, þegar þau
spyrja slíkra spurninga. Og að það
sé okkar foreldralega skylda að sjá
fyrir slíkum svörum. Hvernig ættu
krakkagreyin annars að komast
áfram í skóla, spyrjum við sjálf
okkur. Til skamms tíma hugsaði ég
einnig þannig. En það var bara á
þessu ári, að ég gerði stórmerki-
lega uppgötvun, þegar ég var að
glíma við spumingarnar, sem dæt-
ur mínar þrjár lögðu fyrir mig.
Börnum er rétt sama, þótt þau fái
aldeilis ekki rétt svör við spurn-
ingum sínum. Það, sem þau í raun-
inni eru á hnotskóg eftir, er ódýr
skemmtun.
Eins og gefur að skilja, er tölu-
verða ánægju að hafa af því að
sjá pabba leita að svari, sem ekki
er til. Og þegar þeim verður ljóst,
svo ekki verður um villst, að þú
veist ekki . svarið, rýrnar átrúnað-
urinn á þig. Og börnin hafa nú
fundið það, sem börn alls staðar
leita að hjá foreldrum sínum: Veik-
an punkt.
Og þau verða ekki sein að not-
færa sér það. Það verður beðið um
vísitöluhækkun á vasapeningana.
Það hefjast umræður um, hvort
viðkomandi harn megi horfa á
ákveðið sjónvarpsprógram til enda
og hvers vegna ekki. Efnisleg gæði,
trommur, brjóstsykur, hjól — þetta
eru málefni, sem fitjað verður upp
á. Andstæðingurinn veit, að þótt
hann hafi komið við veikan punkt,
stendur það ekki mjög lengi, og
hann verður að notfæra sér stund-
ina. Hann svíkst ekki um það.
Ef við göngum út frá því að
þetta sé rétt og satt, er £á hægt að
hafa ávinning af þessum nýfengna
skilningi? Já. En til þess að koma
í veg fyrir að barnið fái þessa auð-
veldu skemmtun, eða það sem verra
er, hinn viðkvæma, veika punkt,
verður þú að fara eftir þremur
grundvallarreglum.
1. Svaraðu þegar í stað. Tíminn
vinnur með krökkunum, sem reyna
að finna á þér snögga blettinn. Öll
undanbrögð af þinni hálfu („pabbi
er að reyna að leggja sig“. „Þetta
er asnaleg spuming") er eins og
að reyna að slökkva eld með olíu.
Minnstu þess, að barnið er aldrei
tímabundið.
2. Svaraðu stutt. Ef niðji þinn
ræðst á þig með spurningu eins og
til dæmis: „Er búálfurinn strákur
eða stelpa?“ — hefurðu tapað
leiknum, ef þú prýðir svar þitt með
kenningum rauðsokka („Það liggur
í hlutarins eðli, að kvenkyns bú-
álfur getur gert allt það, sem karl-
kyns búálfur gæti gert“). Hugsaðu
um svar þitt á sama hátt og þú
myndir hugsa um að grafa brunn.
Því lengur, sem þú grefur, því
dýpri verður brunnurinn og erfið-