Úrval - 01.03.1975, Page 101
ÓLYMPÍULEIKAR í SVEFNHERBERGINU
99
margbreytni er ekki leyfð. Eigin-
kona þarf ekki einungis að vera
góð móðir, kokkur og ráðskona,
heldur lostafullur kynfélagi. Eigin-
maðurinn má ekki aðeins vera góð-
ur félagi, fyrirvinna og faðir; hann
verður að gefa algera fullnægju á
hverri nóttu. Karlinn verður sí-
fellt að tileinka sér nýjar brellur
og brögð. Kynferðisleg fullnægja
er réttur — sem þeir krefjast, sem
ekki njóta hennar, og eyðileggur
þá, sem ekki geta veitt hana.
Þannig er kynlífið miklu viður-
hlutameira nú en nokkru sinni fyrr.
Aldrei áður hefur það verið álitið
í svo ríkum mæli uppistaða ekki
aðeins góðs lífs, heldur lífsins
sjálfs. Kynlífið hefur orðið hvorki
meira né minna en form fyrir nú-
tíma frelsisstefnu, aðferð til að eyða
tómleika hversdagsins, og sem slíkt
getur það valdið stórkostlegri eyði-
leggingu. Það stendur ekki undir
þeim þunga, sem á það hefur verið
lagt. Einu sinni varð fólk að láta
sér lynda kynferðislega vangetu og
ágalla félaga sinna. Þótt þessir
ágallar gætu verið erfiðir í sam-
búð, voru þeir engu að síður stað-
reynd. sem ekki var komist fram-
hjá. Ef um ást var að ræða, var
kynlífið ekkert vandamál. Kynlíf-
ið hafði þá ekki verið slitið úr
tengslum við ástina og gerð að
sjálfstæðum verknaði eins og há-
stökk þá voru ekki gefin verð-
laun fyrir frammistöðu; fólk var
ekki eins greinilega niðurdregið og
vonsvikið og seinna varð, þótt kyn-
lífið væri eitthvað lakara en lýst
er í Arabískum nóttum.
Rollo May, sálfræðingur og rit-
höfundur, hefur hugleitt að nokkru
marki áhrifin af þessari nýju upp-
ljómun í kynlífi og komist að þeirri
niðurstöðu, að áherslan á tækni í
kynmökum „skapar vélrænt hugar-
far gagnvart kynlífi og er samofið
firringu, einmanaleik og persónu-
útþurrkun“. En hin áhugaverða
spurning er sú, hvort áherslan á
kynlífstækni sé árangur af firringu
og persónuútþurrkun eða hvort hún
valdi þessum einkennum.
Rétt svar er líklega að hvort-
tveggja sé rétt: Maðurinn snýr sér
að tækninni, að kynlífinu sjálfu,
til að hrinda frá sér eða að minnsta
kosti að draga úr skelfingum nú-
tíma einmanaleika, og síðan einnig
vegna þess, að kynlífið getur ekki
áorkað öllu þessu, sama hve há-
þróuð tæknikunnáttan er, verður
einmanaleikinn og sú vesöld, sem
honum fylgir, aðeins ennþá verri.
Með þessu er umhyggjan rifin frá
lostanum, í stað þess að þessar
tvær kenndir fari saman; kynlífið
verður ekkert annað en saurlífi, og
við verðum meiri þrælar líkama
okkar en nokkru. sinni áður.
Þar sem hið fullkomna hjóna-
band ætti að binda endi á úthverfa
kynferðisleit karla og kvenna; þar
sem hið fullkomna hjónaband á að
vera samband, þar sem umhyggja
og losti finna samræmi, og styrkja
hvort annað, er reyndin sú, að
hjónabönd þróast æ sjaldnar í þessa
átt. Hvernig er á annan hátt hægt
að skýra allar framhjátökurnar,
allar uppfræðslubækurnar fyrir
hjón, þessi leiðinlegu ritverk með
titla á borð við „Nýttir möguleikar