Úrval - 01.03.1975, Qupperneq 101

Úrval - 01.03.1975, Qupperneq 101
ÓLYMPÍULEIKAR í SVEFNHERBERGINU 99 margbreytni er ekki leyfð. Eigin- kona þarf ekki einungis að vera góð móðir, kokkur og ráðskona, heldur lostafullur kynfélagi. Eigin- maðurinn má ekki aðeins vera góð- ur félagi, fyrirvinna og faðir; hann verður að gefa algera fullnægju á hverri nóttu. Karlinn verður sí- fellt að tileinka sér nýjar brellur og brögð. Kynferðisleg fullnægja er réttur — sem þeir krefjast, sem ekki njóta hennar, og eyðileggur þá, sem ekki geta veitt hana. Þannig er kynlífið miklu viður- hlutameira nú en nokkru sinni fyrr. Aldrei áður hefur það verið álitið í svo ríkum mæli uppistaða ekki aðeins góðs lífs, heldur lífsins sjálfs. Kynlífið hefur orðið hvorki meira né minna en form fyrir nú- tíma frelsisstefnu, aðferð til að eyða tómleika hversdagsins, og sem slíkt getur það valdið stórkostlegri eyði- leggingu. Það stendur ekki undir þeim þunga, sem á það hefur verið lagt. Einu sinni varð fólk að láta sér lynda kynferðislega vangetu og ágalla félaga sinna. Þótt þessir ágallar gætu verið erfiðir í sam- búð, voru þeir engu að síður stað- reynd. sem ekki var komist fram- hjá. Ef um ást var að ræða, var kynlífið ekkert vandamál. Kynlíf- ið hafði þá ekki verið slitið úr tengslum við ástina og gerð að sjálfstæðum verknaði eins og há- stökk þá voru ekki gefin verð- laun fyrir frammistöðu; fólk var ekki eins greinilega niðurdregið og vonsvikið og seinna varð, þótt kyn- lífið væri eitthvað lakara en lýst er í Arabískum nóttum. Rollo May, sálfræðingur og rit- höfundur, hefur hugleitt að nokkru marki áhrifin af þessari nýju upp- ljómun í kynlífi og komist að þeirri niðurstöðu, að áherslan á tækni í kynmökum „skapar vélrænt hugar- far gagnvart kynlífi og er samofið firringu, einmanaleik og persónu- útþurrkun“. En hin áhugaverða spurning er sú, hvort áherslan á kynlífstækni sé árangur af firringu og persónuútþurrkun eða hvort hún valdi þessum einkennum. Rétt svar er líklega að hvort- tveggja sé rétt: Maðurinn snýr sér að tækninni, að kynlífinu sjálfu, til að hrinda frá sér eða að minnsta kosti að draga úr skelfingum nú- tíma einmanaleika, og síðan einnig vegna þess, að kynlífið getur ekki áorkað öllu þessu, sama hve há- þróuð tæknikunnáttan er, verður einmanaleikinn og sú vesöld, sem honum fylgir, aðeins ennþá verri. Með þessu er umhyggjan rifin frá lostanum, í stað þess að þessar tvær kenndir fari saman; kynlífið verður ekkert annað en saurlífi, og við verðum meiri þrælar líkama okkar en nokkru. sinni áður. Þar sem hið fullkomna hjóna- band ætti að binda endi á úthverfa kynferðisleit karla og kvenna; þar sem hið fullkomna hjónaband á að vera samband, þar sem umhyggja og losti finna samræmi, og styrkja hvort annað, er reyndin sú, að hjónabönd þróast æ sjaldnar í þessa átt. Hvernig er á annan hátt hægt að skýra allar framhjátökurnar, allar uppfræðslubækurnar fyrir hjón, þessi leiðinlegu ritverk með titla á borð við „Nýttir möguleikar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.