Úrval - 01.03.1975, Síða 106

Úrval - 01.03.1975, Síða 106
104 ÚRVAI. gomery til Ocean City í New Jer- sey. Eftir góðan sundsprett og há- degismat lögðu þau af stað heim aftur kl. 3.46 eftir hádegi. Skj'ja- farið jókst undir kvöldið. Nokkrum sekúndum eftir að þau voru komin í loftið, áður en flug- vélin hafði náð 500 feta hæð, fann Martha, að Bill hallaðist að henni. „Fyrst hélt ég, að hann væri að teygja sig eftir einhverju á gólf- inu milli sætanna,“ sagði hún seinna. ,.En hann rétti ekki úr sér aftur. Svo sá ég, að flugvélin 'var hætt að stíga. Ég hélt, að það hefði liðið yfir hann, svo að ég þreif í stýrið fyrir framan mig og dró það örlítið að mér til að hækka okkur.“ ☆ Martha Waits var grannvaxin og glæsileg, 42 ára gömul. Hún hafði áður unnið sem flugfreyja og hafði þess vegna nokkra reynslu af flugi. Þar að auki hafði eiginmað- ur hennar kennt henni að lesa á mælana i flugvélinni, sem sýndu flughraða, flughæð, hlutfallið milli klifurs og lækkunar, áttavitann og hallamælinn, sem sýnir á hvern veg flugvélin hallast. Og hann hafði oftsinnis látið hana stjórna vélinni í réttu ílugi, nokkrar mínútur í senn. ,,En það er allt mjög auð- velt,“ segja reyndir flugmenn. ,,Að lenda er dálítið annað.“ „Líkurnar móti því, að frú Waite gæti lent vélinni heilu og höldnu, voru gríðarmiklar,11 var niðurstað- an hjá flugumferðarstjóra Atlantic City flugvallarins, Martin Sonnett. ☆ Dwain Ballew reis upp í aftur- sætinu, rykkti máttlausum líkama Bill Waites uppréttum og löðrung- aði hann nokkrum sinnum. „Bill, vaknaðu!“ hrópaði hann. Meðan Martha teygði sig eftir hljóðnem- anum, sem hékk hinum megin við flugmannssæti Bills, reyndi Dwain munn við munn björgun. „Ég þreif- aði eftir hjartslætti hans, en fann engan,“ sagði hann síðar. „Ég vissi þá, að Bill var dáinn.“ „Mayday, Mayday!" hrópaði Mar- tha inn í hljóðnemann. Flugvélin hækkaði sig um 2000 fet í gegnum skýjaþykknið. Þegar hún kom út í glampandi sólina í 3400 feta hæð, hafði Martha ekki daufustu hugmynd um, hvar þau voru. En hún vissi, að hún varð að lenda vélinni, svo Bill kæmist til læknis. Henni var einnig hugsað til 15 ára sonar þeirra og tveggía barna Ballews hiónanna heima. Meðan þessu fór fram. hafði At- lantic City náð Comanche vélinni á radarskerminn fyrir framan Van Swearingen. „5841 Pop, snúðu við! Fljúeðu í stefnu 200 að Atlantíc City flugvelli. Geturðu lækkað þig í 1500 fet?“ Hægt og gætilega flaug Martha Comanche vélinni í víðan, óreglu- legan hring. „Ég stefni nú í tveir núll núll, en ég veit ekki hvernig á að draga úr bensíngjöfinni á þess- ari vél.“ Meðan þessi örlagaleikur átti sér stað í loftinu. var 37 ára gamall húsga?naframleiðandi að nafni R°- bert Corson að borga flugvallar-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.