Úrval - 01.03.1975, Qupperneq 106
104
ÚRVAI.
gomery til Ocean City í New Jer-
sey. Eftir góðan sundsprett og há-
degismat lögðu þau af stað heim
aftur kl. 3.46 eftir hádegi. Skj'ja-
farið jókst undir kvöldið.
Nokkrum sekúndum eftir að þau
voru komin í loftið, áður en flug-
vélin hafði náð 500 feta hæð, fann
Martha, að Bill hallaðist að henni.
„Fyrst hélt ég, að hann væri að
teygja sig eftir einhverju á gólf-
inu milli sætanna,“ sagði hún
seinna. ,.En hann rétti ekki úr sér
aftur. Svo sá ég, að flugvélin 'var
hætt að stíga. Ég hélt, að það hefði
liðið yfir hann, svo að ég þreif í
stýrið fyrir framan mig og dró það
örlítið að mér til að hækka okkur.“
☆
Martha Waits var grannvaxin
og glæsileg, 42 ára gömul. Hún
hafði áður unnið sem flugfreyja og
hafði þess vegna nokkra reynslu af
flugi. Þar að auki hafði eiginmað-
ur hennar kennt henni að lesa á
mælana i flugvélinni, sem sýndu
flughraða, flughæð, hlutfallið milli
klifurs og lækkunar, áttavitann og
hallamælinn, sem sýnir á hvern veg
flugvélin hallast. Og hann hafði
oftsinnis látið hana stjórna vélinni
í réttu ílugi, nokkrar mínútur í
senn. ,,En það er allt mjög auð-
velt,“ segja reyndir flugmenn. ,,Að
lenda er dálítið annað.“
„Líkurnar móti því, að frú Waite
gæti lent vélinni heilu og höldnu,
voru gríðarmiklar,11 var niðurstað-
an hjá flugumferðarstjóra Atlantic
City flugvallarins, Martin Sonnett.
☆
Dwain Ballew reis upp í aftur-
sætinu, rykkti máttlausum líkama
Bill Waites uppréttum og löðrung-
aði hann nokkrum sinnum. „Bill,
vaknaðu!“ hrópaði hann. Meðan
Martha teygði sig eftir hljóðnem-
anum, sem hékk hinum megin við
flugmannssæti Bills, reyndi Dwain
munn við munn björgun. „Ég þreif-
aði eftir hjartslætti hans, en fann
engan,“ sagði hann síðar. „Ég vissi
þá, að Bill var dáinn.“
„Mayday, Mayday!" hrópaði Mar-
tha inn í hljóðnemann.
Flugvélin hækkaði sig um 2000
fet í gegnum skýjaþykknið. Þegar
hún kom út í glampandi sólina í
3400 feta hæð, hafði Martha ekki
daufustu hugmynd um, hvar þau
voru. En hún vissi, að hún varð að
lenda vélinni, svo Bill kæmist til
læknis. Henni var einnig hugsað til
15 ára sonar þeirra og tveggía
barna Ballews hiónanna heima.
Meðan þessu fór fram. hafði At-
lantic City náð Comanche vélinni
á radarskerminn fyrir framan Van
Swearingen. „5841 Pop, snúðu við!
Fljúeðu í stefnu 200 að Atlantíc
City flugvelli. Geturðu lækkað þig
í 1500 fet?“
Hægt og gætilega flaug Martha
Comanche vélinni í víðan, óreglu-
legan hring. „Ég stefni nú í tveir
núll núll, en ég veit ekki hvernig
á að draga úr bensíngjöfinni á þess-
ari vél.“
Meðan þessi örlagaleikur átti sér
stað í loftinu. var 37 ára gamall
húsga?naframleiðandi að nafni R°-
bert Corson að borga flugvallar-