Úrval - 01.03.1975, Blaðsíða 108
106
URVAL
Andartaki síðar var Corson kom-
inn þar. „Jæja, vinkona, hér er ég.
Sérðu mig út af hægri vængnum
hjá þér?“
MARTHA: „Ó, hvað þú ert sæt-
ur.“
CORSON: „Hver er flughraðinn?“
MARTHA: „Einn fjórir núll.“
CORSON: „Gott er það. Við skul-
um hægja á okkur niður í einn
fjörutíu. Fljúgðu bara með mér.“
Þegar hér var komið sögu, lok-
uðu skýin Atlantic City flugvellin-
um og skýjabólstrar birtust fram-
undan flugvélunum tveimur.
CORSON: „Atlantic City, þetta
er fimmtíu og fjórir Bravo. Hvern-
ig líst þér á að við stefnum til
Millville?"
VAN SWEARINGEN: „Gott,
fimmtíu og fjórir Bravo. Stefna
tveir sjö núll.“
CORSON: „Jæja, fjörutíu og
einn Pop. Viltu nú ekki ýta svo-
lítið á bensíngjöfina og toga agn-
arögn í stýrið. Sg vil heldur að við
förum uppfyrir skýin. Fljúgðu bara
með mér.“
MARTHA: „Ég fylgi þér.“
Eins og ekkert væri sjálfsagðara,
tók Corson nú að gefa Mörthu fjar-
stýringarfyrirmæli um talstöðina.
„Jæja, frú mín góð. Nú skulum við
fara í gegnum það, hvernig við eig-
um að lenda. Hefurðu nokkurn
tíma lent flugvél áður?“
MARTHA: „Nei.“
CORSON: „Allt í lagi með það.
Við skulum fara yfir þá hluti. Sérðu
stjórntækin fyrir lendingarbúnað-
inn?“
MARTHA: „Já.“
CORSON: „Gott er það. Ég vil
að þú setjir lendingarbúnaðinn nið-
ur. Taktu í rofann og vittu hvern-
ig það er.“
Martha tók í stýringuna og lend-
ingarhjólin sigu hægt niður.
CORSON: „Jæja, nú veistu
hvernig það er. Settu þau upp aft-
ur og gefðu meira bensín. Við skul-
um komast upp yfir þessi ský.“
Allt í einu hvarf Comanchevélin
í svart ský.
CORSON: „Atlantic City, þetta
er fimmtíu og fjórir Bravo. Ég er
búinn að týna fuglinum mínum.“
VAN SWEARINGEN: „Hún er
vinstra megin við þig. Mílu til suð-
vesturs í stefnu á klukkan tíu. Ég
held að það væri réttast fyrir ykk-
ur að fara í vestur. Veðrið er sagt
miklu betra þarna vestar.“
Nokkrum mínútum seinna kom
Corson auga á Comanche vélina á
undan honum. „Vertu kyrr, þar
sem þú ert,“ sagði hann við Mört-
hu. „Ég ætla að koma hægra meg-
in upp að þér aftur. Við skulum
fara vestur til að fá betra veður.
Farðu nú að beygja.“
MARTHA: „Svona.“
CORSON: „Haltu áfram að
beygja . . . Gott, svona réttu hana
nú af. Þú flýgur býsna vel.“
MARTHA: „Þakka þér fyrir, fé-
lagi. Ég vildi að ég kynni það bet-
ur en raun ber vitni.“
Þegar vélarnar voru komnar yf-
ir Millville flugvöll, var einnig orð-
ið svo skýjað þar, að nauðsynleat
var að fikra sig upp í gegnum þykk-
an skýjaflókann. Van Swearingen
sagði Corson, að skyggnið væri
miklu betra norðar, á McGuire her-
flugvellinum.