Úrval - 01.03.1975, Side 108

Úrval - 01.03.1975, Side 108
106 URVAL Andartaki síðar var Corson kom- inn þar. „Jæja, vinkona, hér er ég. Sérðu mig út af hægri vængnum hjá þér?“ MARTHA: „Ó, hvað þú ert sæt- ur.“ CORSON: „Hver er flughraðinn?“ MARTHA: „Einn fjórir núll.“ CORSON: „Gott er það. Við skul- um hægja á okkur niður í einn fjörutíu. Fljúgðu bara með mér.“ Þegar hér var komið sögu, lok- uðu skýin Atlantic City flugvellin- um og skýjabólstrar birtust fram- undan flugvélunum tveimur. CORSON: „Atlantic City, þetta er fimmtíu og fjórir Bravo. Hvern- ig líst þér á að við stefnum til Millville?" VAN SWEARINGEN: „Gott, fimmtíu og fjórir Bravo. Stefna tveir sjö núll.“ CORSON: „Jæja, fjörutíu og einn Pop. Viltu nú ekki ýta svo- lítið á bensíngjöfina og toga agn- arögn í stýrið. Sg vil heldur að við förum uppfyrir skýin. Fljúgðu bara með mér.“ MARTHA: „Ég fylgi þér.“ Eins og ekkert væri sjálfsagðara, tók Corson nú að gefa Mörthu fjar- stýringarfyrirmæli um talstöðina. „Jæja, frú mín góð. Nú skulum við fara í gegnum það, hvernig við eig- um að lenda. Hefurðu nokkurn tíma lent flugvél áður?“ MARTHA: „Nei.“ CORSON: „Allt í lagi með það. Við skulum fara yfir þá hluti. Sérðu stjórntækin fyrir lendingarbúnað- inn?“ MARTHA: „Já.“ CORSON: „Gott er það. Ég vil að þú setjir lendingarbúnaðinn nið- ur. Taktu í rofann og vittu hvern- ig það er.“ Martha tók í stýringuna og lend- ingarhjólin sigu hægt niður. CORSON: „Jæja, nú veistu hvernig það er. Settu þau upp aft- ur og gefðu meira bensín. Við skul- um komast upp yfir þessi ský.“ Allt í einu hvarf Comanchevélin í svart ský. CORSON: „Atlantic City, þetta er fimmtíu og fjórir Bravo. Ég er búinn að týna fuglinum mínum.“ VAN SWEARINGEN: „Hún er vinstra megin við þig. Mílu til suð- vesturs í stefnu á klukkan tíu. Ég held að það væri réttast fyrir ykk- ur að fara í vestur. Veðrið er sagt miklu betra þarna vestar.“ Nokkrum mínútum seinna kom Corson auga á Comanche vélina á undan honum. „Vertu kyrr, þar sem þú ert,“ sagði hann við Mört- hu. „Ég ætla að koma hægra meg- in upp að þér aftur. Við skulum fara vestur til að fá betra veður. Farðu nú að beygja.“ MARTHA: „Svona.“ CORSON: „Haltu áfram að beygja . . . Gott, svona réttu hana nú af. Þú flýgur býsna vel.“ MARTHA: „Þakka þér fyrir, fé- lagi. Ég vildi að ég kynni það bet- ur en raun ber vitni.“ Þegar vélarnar voru komnar yf- ir Millville flugvöll, var einnig orð- ið svo skýjað þar, að nauðsynleat var að fikra sig upp í gegnum þykk- an skýjaflókann. Van Swearingen sagði Corson, að skyggnið væri miklu betra norðar, á McGuire her- flugvellinum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.