Úrval - 01.03.1975, Qupperneq 114
112
TJRVAI.
veðja mánaðarlaununum mínum á
móti því.“
Næstu nótt strauk ég að heiman
og daginn eítir laug ég til um ald-
ur minn og gekk í kanadiska her-
inn í Montreal.
Nýliðaþjálfunin í Quebec var
ekki sérlega ströng. Og lífið í þjálf-
unarbúðunum á Suður-Englandi var
jafnvel ennþá léttara. Það var að-
allega fólgið í því að spila á spil
og vafra um England. Síðan kom
sá stóri dagur, að við vorum send-
ir til þeirra deilda, sem við áttum
að þjóna með. Ökumaðurinn hleypti
mér út úr bílnum framan við röð
af hrörlegum húsum á eyðilegum
stað á Sussex ströndinni.
,,Jæja, gangi þér nú vel,“ sagði
hann hressilega. „Þeir segja, að
þetta sé strangasta deildin í öllum
kanadiska hernum.“ Hann veifaði
mér glaðlega um leið og hann ók
í burtu.
Eg draslaði pokanum mínum upp
á öxlina og skjögraði í átt til bygg-
ingar, sem var merkt: „Aðalstöðv-
ar A deildar". Þegar inn kom, skoð-
aði majór með hvasst andlit papp-
írana mína stundarkorn. Síðan
skildi hann mig eftir í réttstöðu og
hvarf út í gegnum dyr til hægri.
,,Herra,“ heyrði ég hann segja.
„Við höfum fengið einn mann sem
liðsauka."
„Einn? Guð á himnum! Við báð-
um um átta og þeir senda okkur
einn! Hvað er hann? Ofurmenni?"
„Varla herra. Hann er 62 kíló og
varla sprottin grön. Hann verður
minnsti drengurinn í deildinni. Og
þar að auki er hann með ilsig.“
Ég heyrði hnuss. „Setjið hann í
flokk Dorrance lautinats og segið
lautinantinum, að nýliðinn eigi að
fara með flokknum í æfingar í
Kingley Vale í kvöld.“
Tveimur stundum seinna stillti
herdeildin sér upp í fullum bún-
aði, sem þýddi þrjátíu kílóa byrði
á mann. Það sem framundan var,
vakti að minnsta kosti ekki mik-
inn fögnuð í röðum hermannanna.
„Þá leggjum við af stað aftur.
Fimmta æfingin á sex vikum . . .“
„Hvernig stendur á því, að við
fengum viku frí frá æfingum . . . ?“
„Þetta er í þriðja sinn, sem mér
er neitað um leyfi.“ „Kingley Vale
. . . ?“ „Já, Dauðadalurinn.11 „Ég
hefði átt að ganga í sjóliðið . . .“
„Standið rétt!“ hrópaði liðsfor-
inginn.
Bringubreiður deildarliðsforing-
inn, Philip Griffin majór, skálm-
aði meðfram hermannaröðunum í
þrjár mínútur, áður en hann tók til
máls. „Það hefur ekki farið fram-
hjá mér, að margir ykkar álíta
þessar æfingar ónauðsynlegar. En
þið hafið rangt fyrir ykkur! Áður
en langt um líður mætið þið þýska
hernum í orrustu. Það liðið. sem er
sterkara og betur þjálfað, sigrar,
og verður fyrir minni áföllum. Þess
vegna eigið þið að vera sterkasta
og best þjálfaða liðið í kanadiska
hernum, hvort sem ykkur líkar það
betur eða ver. Það er svo einfalt!“
Majórinn tók sér stöðu beint fyr-
ir framan mig. „Aðeins eitt enn!“
hrópaði hann og mældi mig út með
nístandi augnaráði. „Síðan þessi
deild var stofnuð 1939, hefur eng-
inn deildarmanna fallið út úr
takti. Á það met má ekki — ég