Úrval - 01.03.1975, Page 123

Úrval - 01.03.1975, Page 123
ÞAÐ SEM VIÐ VITUM NÚ UM PILLUNA 121 sjaldnar en konur, sem nota aðrar getnaðarvarnir. Þessir góðkynjuðu þrimlar í brjóstum kvenna hafa lengi verið álitnir mögulegir fyrir- rennarar brjóstkrabba. Krabbamein í leghálsi er lækn- anlegt ef það uppgötvast nógu fljótt. Aðeins ein kona af hverjum fimm fá leghálsskoðun árlega — nema þær sem nota pilluna, og eiga að koma til læknis síns einu sinni á ári til að fá nýjan lyfseðil. Sú rannsókn, sem læknir hennar á að gera þá, er ef til vill besta vörn konunnar gegn krabba. ÞEGAR ÉG HÆTTI AÐ NOTA PILLUNA TIL AÐ VERÐA ÞUNG- UÐ, VERÐUR ÞÁ BARNIÐ MITT HEILBRIGT? í maí á síðasta ári var birt bráðabirgða læknisskýrsla í Bretlandi, er náði yfir 46 þúsund konur — helmingurinn notaði pill- una — sem fylgst hafði verið mjög nákvæmlega með síðan 1968. Þess- ar konur hafa nú eignast næstum tíu þúsund börn, og fjórðungur mæðranna eru fyrrverandi pillu- notendur. Þau börn, sem fæðst hafa eftir notkun pillunnar, hafa ekki reynst óheilbrigðari en börn þeirra, sem aldrei hafa notað hana. Þessi rannsókn — umfangmesta vísinda- lega rannsóknin, sem nokkru sinni hefur verið gerð varðandi pilluna náði einnig yfir óvænta þung- un, sem átti sér stað þrátt fyrir, að konur tækju pilluna. Ekki fannst neitt afbrigðilegt við þau börn, sem þannig urðu til. Skýrsla frá heilsugæsludeild New York ríkis telur samt, að það sé ofurlítil hætta á því — við fimm af hverjum þúsund fæðingum — að barn vanti lim eða hluta af lim, þegar fóstrið hafi snemma á með- göngutímanum orðið fyrir áhrifum af kynhormónum eins og þeim, sem eru í pillunni. Þannig ráðleggja læknar nú konum, sem óska þess að eignast barn, að. forðast snögg umskipti frá því að nota pilluna til þess að nota enga getnaðarvörn, og stinga upp á því, að þær noti einhverja aðra tegund af verjum í þrjá mánuði, eftir að þær hætta i-’■ taka pilluna. HVAÐA LÍKUR ERU Á ÞVÍ, AÐ ÉG FÁI BLÓÐTAPPA AF ÞVÍ AÐ TAKA PILLUNA? Á því er raundr meiri hætta, en ef þú notar ekki pillu. En þar sem blóðtappi er mjög sjaldgæfur hjá ungum kon- um er hættan mjög hverfandi. Þessi hætta er raunar þrenns konar: Æðahnútar (venjulega á fót- um); blóðtappi i lungum; slag (af blóðtappa í heila). Hættan á ein- hverjum af þessum þremur sjúk- dómum er fjórum til sex sinnum meiri fyrir þær konur, sem nota pilluna, en þær sem ekki gera það. Samt sem áður sýnir fyrrnefnd bresk skýrsla, að af þeim 46 þúsund konum, sem þar voru rannsakaðar, fengu aðeins 41 æðahnúta á fætur á sex árum — á móti 10 konum, sem ekki notuðu pilluna. Slag var ennþá sjaldgæfara, 16 tilfelli meðal þeirra sem notuðu pilluna, 4 meðal þeirra sem ekki notuðu hana. Það voru svo fá dæmi um blóðtappa í lungum, að þau voru ekki skrásett.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.