Úrval - 01.03.1976, Síða 99
HRAUSTIR MENN
97
maðurinn hafði setið og fann gler-
augnahulstrin hans á borðinu.
„Hérna,” sagði hann.
„Tusen takk,” svaraði verkamað-
urinn. Rönneberg snéri sér aftur að
kveikibúnaðinum.
,,í guðana bænum, bíðið,” sagði
maðurinn aftur. „Gleraugun em
ekki í hulstrinu.”
Rönneberg leit upp og beit á
jaxlinn. Þetta var fáránlegt. Ef
honum mistækist, kynni það að
þýða, að bandamenn töpuðu stríð-
inu. ,,Hvar em anskotans gleraugun
þín?” hvæsti hann illskulega. Svo
þaut hann aftur að borðinu, rótaði á
því, og fann gleraugun loks innan í
skýrslubókinni. „Hérna, taktu við
þeim og passaðu þau.”
„Tusen takk.”
Á sömu stundu gerðist það, sem
Rönneberg hafði óttast mest. Hann
heyrði fótatak fyrir framan, sennilega
var þýskur varðmaður að koma niður
stigan. Það vom aðeins sekúndur, þar
til varðmaðurinn birtist. Átti hann að
kveikja í þræðinum, eða bíða þar til
þeir væm búnir að drepa varðmann-
inn? Eftir andartaks hik ákvað hann
að bíða.
Rólegur og grunlaus kom vaktfor-
maðurinn í ljós. Þetta var norskur,
óbreyttur borgari. Hann drap tittl-
inga, eins og hann tryði ekki sínum
eigin augum, þegar hann sá vinnu-
félaga sinn með hendur á lofti og hjá
honum hermann í breskum her-
klæðum. „Farðu með þá báða yfir að
stiganum; láttu þá opna læstu
kjallaradyrnar,” sagði Rönneberg við
Kayser. ,,Þegar við Strömsheim emm
búnir að kveikja í þræðinum, segðu
þeim þá að hlaupa upp stigann eins
hratt og þeir geta.”
Andartaki síðar kveiktu þeir í, og
verkamennirnir tóku svikalaust til
fótanna. Kayser var síðastur út, en
þar náði hann Rönneberg og Ströms-
heim. Þeir vom aðeins komnir um 20
metra, þegar þeir heyrðu sprenging-
una. Gegnum þykka steinsteypu-
veggina var það eins og dumbur
dynkur. Þeir litu um öxl, og sáu
rauðgulum bjarma siá fyrir út um
kjallaragluggana, sem sprengingin
þeytti glerinu úr. Loftþrýstingurinn
lék um fætur þeirra, þegar þeir þutu
út í gegnum hliðið og út á teinana.
I eymm Poulson og Haukelid, sem
gættu þýsku herbúðanna, var spreng-
ingin furðulega ræfilsleg. En þrátt
fyrir það botnuðu þeir ekkert í
viðbrögðum þjóðverjanna. Þó nokkr-
ar sekúndur liðu, áður en dyr
herbúðanna voru opnaðar og einn
þýskur hermaður kom í ljós. Hann
leit upp á pallinn, sem lá efst á
byggingunni að utan, hristi höfuðið
og gekk síðan að útidymm verksmiðj-
unnar. Þegar hann fann, að þær voru
lokaðar eins og venjulega,snéri hann
aftur til herbúðanna.
Norðmennirnir skildu ekki kæm-
leysi hans. Þeir vissu ekki, að
samskonar sprengingar urðu stund-
uppi á paliinum í efnabrennurum,
sem þarvoru notaðir. Þeir, sem unnu