Goðasteinn - 01.09.1962, Blaðsíða 13

Goðasteinn - 01.09.1962, Blaðsíða 13
rúim var autt í baðstofunni, var mér því holað niður hjá Sigurði gamla, en mitt rúm ætlað piltunum tveimur, sem enn voru ó- komnir. Ljósið var ekki slökkt, þó gengið væri til náða, það átti að loga, þangað til allir væru komnir. Man ég glöggt, að barnshug mínum var órótt, þótt allt væri orðið hljótt inni, vegna óvissunnar um ferðamennina tvo. Ég hjúfraði mig svo upp að breiðu brjósti frænda míns gamla, vakan hvarf mér, og svefninn tók mig í arma sína. Ekki veit ég, hve lengi ég hafði sofið, er ég vaknaði við það, að baðstofuhurðinni var hrundið upp, og Guðjón kom upp á loftið. En hann var einn. Hann sagðist hafa farið austur á fjöru, þangað sem sandvatnið féll í sjó. Þar óð hann yfir það, en fann enga menn. Hann kallaði hástöfum, en fékk ekkert svar, svo ugg- laust var, að piltarnir voru þar hvergi nálægt. Þetta þóttu ískyggi- legar fréttir. Hvað hafði orðið um piitana? Gat verið, að þeir hefðu lagt í vatnið og farið sér að voða? Um það var eitthvað talað, en enginn gat svarað þessum spurningum. f þessum svifum snaraði Jón sér fram úr rúminu og settist á rúmstokkinn. Hann hét á Guðjón að koma með sér austur á fjörur, því í þessari óvissu gæti hann ekki verið stundinni lengur. Svo beiddi hann móður mína að lána sér sokka og buxur. Var stundum talað um það síðar, hve hetjulegur Jón var á þessari stundu, svo örþreyttur sem hann var, þegar hann kom um kvöldið. En Þorvarður, sem var viðkvæmur maður, gat naumast mælt án klökkva, hefur eflaust talið, að tvísýnt væri, bvernig þessu ferðalagi lyktaði, dag- ar félaga hans ef til vill þegar taldir. Að stundarkorni liðnu lögðu Guðjón og Jón af stað, og aftur varð allt hljótt í bað- stofunni. Mun þó engum hafa orðið svefnsaint. Þannig leið rúm- lega ein klukkustund, að ekkert rauf kyrrðina inni nema norðan- vindurinn, sem lék um baðstofuþekjuna og fór vaxandi, eftir því sem leið á nóttina. Allt í einu dundu þung högg á bæjardyrUnum. Ég heyrði einhvern segja: „Hver getur verið að berja? Ekki getur það verið Jón eða Guðjón, þeir hefðu komið inn án þess að knýja á dyrnar“. Móðir mín reis fljótt upp til að opna bæinn. Að vörmu spori kom hún aftur og með henni báðir útversmennirnir Goðasteinn ii
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.