Goðasteinn - 01.09.1962, Blaðsíða 27
stóðum fyrir framan aðalinngang hússins. Auk bækistöðva Atlants-
hafsbandalagsins heimsóttum við Efnahagssamvinnustofnun Evrópu,
sem er til húsa í hinni fornfrægu Muette-höll, er áður hýsti kónga
og keisara. Þar ávörpuðu okkur norskir og sænskir fulltrúar og
sögðu okkur margt um störf stofnunarinnar.
í bækistöðvum Atlantshafsbandalagsins virtist alltaf vera mesti
sægur af aðkomufólki af ýmsu þjóðerni, og frétti ég, að vart liði
svo dagur, að ekki kæmi ný sendinefnd frá einhverju aðildarríkj-
anna cg stundum kæmi fleiri en einn hópur í einu. Samtímis okkur
var þarna t. d. hópur danskra stúdenta, og kynntumst við þeim
lítillega. Að lokinni dvöl okkar sem gestir bandalagsins skildust
brátt leiðir okkar samferðamannanna. En áður en það yrði, áttum
við sex saman mjög skemmtilegt kvöld í Rauðu myllunni, sem er
þekkt veitingahús og skemmtistaður nálægt Pigalle-torgi í Mont-
martre-hverfi. Þar sá ég töfra- og fjöllistafólk, sem bar langt af
því, sem ég hafði áður kynnzt.
Innan skamms vorum við Ólafur H. Kristjánsson tveir eftir af
sendinefndinni og fylgdumst við að, það sem eftir var ferðarinnar.
Dvöldumst við rúma viku í París, eftir að gestgjafar okkar í
Atlantshafsbandalaginu slepptu af okkur hendinni, og höfðum næg
verkefni á hverjum degi frá morgni til kvölds við að skoða þessa
fögru borg og furður hennar. En þótt við værum vel að, var það
ekki nema fátt eitt, sem við komurnst yfir að athuga, því að af svo
miklu er að taka.
París stendur á nokkrum hæðum báðum megin Signufljóts. Áin
hefur frá upphafi verið lífæð borgarinnar, og fer um hana mikill
sægur skipa og báta. f ánni eru tvær litlar eyjar, og á þeim hefur
verið elzta byggð á þessum slóðum og þá sennilega á Borgarey
eða Isle de la Cité. Þar stóð keltneskt þorp, þegar Júlíus Cæsar
lagði Gallíu undir Rómaveldi á sjötta áratug fyrir upphaf tímatals
okkar.
Á fyrstu öldunum eftir Krist óx þarna upp töluverð borg í skjóli
hins rómverska friðar, en á þriðju öld flæddu germanskir árásar-
menn inn í landið og unnu borginni mikið tjón. Hún rétti aftur við
á valdatímum konunga af Meróvingaætt, og höfðu þessir konungar
þar oft aðsetur, en hnignaði aftur á dögum Karólinga. Á níundu
Godasteinn
25