Goðasteinn - 01.09.1962, Síða 37

Goðasteinn - 01.09.1962, Síða 37
Glíman sú var grimmileg, get ég þess við drengi, hann í tagl, en hausinn ég héldum báðir lengi. B. Þ. Öll er leiðin öllum myrk allt að grafarbakka. Allir mega allan styrk allra föður þakka. B. Þ. Er á róli einsamall, ei er sagt hann steli, bugðulegur barnakall Benedikt frá Seli. B. Þ. Nú er bæði eldur og ís, Islands gömlu meinin. Jörðin, loft og lögur frýs, líkist allt við steininn. Þegar loksins lokar brá ljúfur svefn og draumur, heims er líka horfin þá hugarsýki og glaumur. -o- Sighvatur Árnason, alþingismaður í Eyvindarholti undir Eyja- fjöllum, f. 1823, d. 1911, lét eftir sig ýmsar skrifaðar, sögulegar heimildir. Er þar merkast annáll um 19. öldina, auðugur að sunn- lenzku efni. Börn frú Sigríðar Sighvatsdóttur frá Ejrvindarholti fengu byggðasafninu í Skógum þessi gögn til eignar. Bíða þau þess, að þeim verði meiri gaumur gefinn. Sighvatur í Eyvindar- holti var í röð merkustu alþingismanna á 19. öld, maður algerlega sjálfmenntaður, brauðryðjandi alþýðufræðslu. Ævisaga hans bíður góðs manns. Goðasteinn 35

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.