Goðasteinn - 01.09.1962, Blaðsíða 26
Talið frá hœgri: Ragnar Júlíusson, Einar Birnir, Ólafur H. Kristjánsson, Jón
R. Hjálmarsson, Stefnir Helgason, Björn Arason.
ara. Tók hann okkur forkunnar vel og sagði okkur allt af létta
um starfið. Síðar áttum við mjög ánægjulega kvöldstund á heimili
hans, þar sem við hittum meðal annarra sendiherra fslands í París,
Pétur Thorsteinsson. Auk aðalstöðvanna komum við í SHAPE, en
svo heita hernaðarstöðvar bandalagsins, og eru þær skammt fyrir
utan borgina. Þar kom á fund okkar yfirhershöfðinginn, Laurits
Norstad, einkar geðþekkur maður. En minnisstæðastur af öllum
þeim, sem við hittum af starfsmönnum Atlantshafsbandalagsins,
er mér aldraður Kanadamaður, ættaður frá baltnesku löndunum,
Lieven að nafni. Lét hann sér mjög annt um okkur og kvaðst
þekkja íslendinga að öllu góðu. Hafði hann komið hingað til
lands fyrir nokkrum árum og flutt hér fyrirlestur. Þegar við vorum
í heimsókninni í hernaðarstöðvunum, kom ljósmyndari á vettvang
og tók meðfylgjandi mynd af okkur sexmenningunum, þar sem við
24
Goðasteinn